Innlent

Áfram kyrrsett

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Tekin í pant.
Tekin í pant. Fréttablaðið/Ernir
Dornier-skrúfuþota flugfélagsins Ernis sætti enn kyrrsetningu í gær. Vika er síðan vélin var kyrrsett af Isavia vegna skulda.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir boltann hjá Erni. Eina leiðin til að losa vélina sé að gera upp skuldina eða leggja fram tryggingu.

Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, hefur sagt að skuldin vegna ógreiddra þjónustugjalda sé 98 milljónir króna.

Isavia gaf heimild til að taka þotuna inn í skýli fyrir helgi til að sinna viðhaldi. Hún var síðan aftur tekin út um helgina og stendur úti á braut, afskorðuð og undir eftirliti uns skuldir verða greiddar.




Tengdar fréttir

Skrúfuþota Ernis kyrrsett

Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×