Erlent

Þrjú börn létust eftir að hafa fests ofan í frystikistu

Atli Ísleifsson skrifar
Svo virðist sem að börnin hafi farið ofan í frystikistuna og lokað, en hespa var á loki kistunnar sem varð til þess að börnin festust innan í.
Svo virðist sem að börnin hafi farið ofan í frystikistuna og lokað, en hespa var á loki kistunnar sem varð til þess að börnin festust innan í. Getty
Þrjú börn létust eftir að hafa fests í frystikistu þar sem þau voru að leik utandyra í Flórída í Bandaríkjunum í gær. Frystikistan var ótengd og í garði einkalóðar í bænum Live Oak.

Talsmaður lögreglunnar í Suwannee-sýslu segir að ekki hafi tekist að endurlífga börnin eftir að þau fundust.

Tvö börnin – sex ára drengur og eins árs stúlka – voru systkini og bjuggu hjá ömmu sinni, en þriðja barnið var fjögurra ára stúlka sem bjó með móður sinni. Konurnar bjuggu saman í húsinu.

Í frétt Sky segir að önnur kvennanna hafi verið sofandi þegar börnin festust í frystikistunni þar sem hún var að hvíla sig áður en hún færi á næturvakt, en hin konan hafi verið á baðherberginu.

Hespa á lokinu

Eftir nokkra leit fundust börnin að lokum ofan í frystikistunni sem hafði nýverið verið keypt en ekki komið fyrir innandyra og stungið í samband. Kistan hafði verið í garðinum í fjóra eða fimm daga.

Sjúkralið var kallað til en ekki tókst að bjarga lífi barnanna og voru þau úrskurðuð látin á sjúkrahúsi.

Svo virðist sem að börnin hafi farið ofan í frystikistuna og lokað, en hespa var á loki kistunnar sem varð til þess að lokið festist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×