Fleiri fréttir

Flokkur fólksins fær þrjá aðstoðarmenn

Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna verða orðnir samtals 52 árið 2021. Tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins fær þrjá aðstoðarmenn á næstunni en þingmennirnir sem reknir voru úr flokknum fá enga aðstoð.

Veittu vistheimilanefnd ekki viðtal vegna ótta við refsingu

Fyrrverandi nemendur í heimavistarskólanum að Jaðri óttuðust refsingu fyrir rógburð segðu þeir satt og rétt frá og vildu ekki tala illa um skólastjórann sinn sem átti ekki sök á illri meðferð. Tæpir þrír milljarðar hafa verið greid

Palestínumaður talinn hyggja á hryðjuverk

Dómstóll í Gautaborg úrskurðaði í gær lýðháskólanema á þrítugsaldri í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa undirbúið hryðjuverk í samráði við aðra.

Ungir ökumenn aldrei staðið sig jafn vel og nú

Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur farið fækkandi undan­farin ár og miðað við tölur fyrstu átta mánaða ársins heldur sú þróun áfram. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ýmsar ástæður að baki þessari þróun.

Svona fór Gröndalshús fram úr áætlun

Reykjavíkurborg hefur skýrt hvers vegna endurbætur á Gröndalshúsi fóru næstum 200 milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Mygla, óþéttir útveggir og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðningu. Framkvæmdin var ekki boðin út.

Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017.

„Ég veit hvernig á að skera“

Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í dag en tyrknesk yfirvöld hafa deilt hljóðupptökunni með yfirvöldum í Bandaríkjunum og Evrópu.

Chris Christie dregur nafn sitt úr umræðunni

Chris Christie ætlar ekki að verða næsti starfsmannastjóri Hvíta Hússins. Talið er að Trump hafi fundað með ríkisstjóranum fyrrverandi í Hvíta húsinu vegna starfsins.

Alþingismenn komnir í jólafrí

Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag

May snýr tómhent heim frá Brussel

Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt.

Úr heilsugæslu í fjárlögin

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Svanhvíti Jakobsdóttur, núverandi forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skrifstofustjóra yfir skrifstofu fjárlaga í félagsmálaráðuneytinu frá 1. janúar næstkomandi.

Hanna Sigríður verður forstjóri Vinnueftirlitsins

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, núverandi skrifstofustjóra skrifstofu lífskjara og vinnumála í velferðarráðuneytinu, forstjóra Vinnueftirlits ríkisins.

Aukið gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka

Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök.

Langþreyttur Ragnar Þór horfir til Frakklands og pantar gul vesti

Formaður VR virðist innblásinn af nýlegum mótmælum í Frakklandi þar sem mótmælendur klæddust gulum vestum til að mótmæla efnahagsstefnu landsins. Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa pantað sér gult vesti í dag og spyr hvort panta eigi fleiri.

Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög

Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar.

Hrun hjá Miðflokknum

Fylgi Miðflokksins hrynur í nýrri könnun MMR og Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur, með stuðning rúmlega 22 prósenta landsmanna.

Tekst á við stórar áskoranir

Loftslagsbreytingar á Norður­slóðum eru viðfangsefni Höllu Hrundar Logadóttur sem stýrir miðstöð norðurslóða innan Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví

Sálfræðingarnir, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu „Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“. Haldin voru leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi.

Sænska þingið hafnaði Löfven

Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.

Sjá næstu 50 fréttir