Erlent

Ástralir munu viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael

Andri Eysteinsson skrifar
Scott Morrison er forsætisráðherra Ástralíu.
Scott Morrison er forsætisráðherra Ástralíu. Getty/Tracey Nearm
Ástralska ríkisstjórnin hefur gefið það út að hún hyggist viðurkenna stöðu Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Sendiráðið verður hins vegar ekki fært frá Tel Aviv fyrr en að friðarsamningar nást.

Scott Morrison, forsætisráðherra, mun greina frá fyriráætlunum í ræðu á morgun samkvæmt Guardian. Morrison er talinn ætla að að viðurkenna vesturhluta borgarinnar sem höfuðborg ríkisins.

Einnig er hann talinn ætla að lýsa yfir viðurkenningu Ástralíu á sjálfstæði Palestínu eftir að samningar um tveggja ríkja lausnina nást.

Hyggst Ástralíustjórn þá viðurkenna austurhluta Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Morrison ætlar hins vegar ekki að feta í fótspor Donald Trump og leiðtoga ýmissa annarra ríkja til dæmis Paragvæ sem flutt hafa sendiráð sín frá Tel Aviv til Jerúsalem.

Mikil mótmæli brutust út við opnum sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem fyrr á árinu og er talið að Morrison hyggist ekki flytja sendiráðið til Jerúsalem fyrr en að samið er um frið á svæðinu.


Tengdar fréttir

Abbas vill að Trump dragi ákvarðanir til baka

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas kallaði eftir því að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelríkis á fundi Sameinuðu Þjóðanna í dag.

Paragvæjar flytja sendiráðið aftur til Tel Aviv

Mikil spenna er komin upp í samskiptum Ísraels og Paragvæ eftir að ríkisstjórn Paragvæ tilkynnti að sendiráð landsins í Ísrael yrði flutt frá Jerúsalem til Tel Avív.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×