Erlent

Chris Christie dregur nafn sitt úr umræðunni

Andri Eysteinsson skrifar
Chris Christie sóttist eftir útnefningu Repúblikana til forsetakosninga 2016. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Trump.
Chris Christie sóttist eftir útnefningu Repúblikana til forsetakosninga 2016. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Trump. Vísir/Getty
Leit Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að næsta starfsmannastjóra Hvíta hússins heldur áfram um síðustu helgi var tilkynnt að núverandi starfsmannastjóri, John Kelly muni láta af störfum fyrir áramót.

Fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, Chris Christie, var nú síðast orðaður við starfið en hann hefur opinberlega beðið um að vera tekinn af lista yfir mögulega eftirmenn Kelly í starfi.

 

Hafnað af Christie og Ayers

Christie gaf út yfirlýsingu þess efnis og sagðist vilja nafn sitt af lista vegna fjölskylduaðstæðna. Heimildir Associated Press herma að Christie hafi fundað með forsetanum síðasta fimmtudag um möguleikann á því að hann tæki að sér starfið.

Áður hafði Trump leitað til Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans Mike Pence, en hann hafnaði boði forsetans. Í gegnum aldanna rás hefur verið mikil aðsókn í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins, svo virðist ekki vera í þetta sinn.

Breski fjölmiðlamaðurinn og vinur TrumpPiers Morgan bauð hins vegar fram krafta sína í opnu bréfi á Daily Mail í vikunni og fyrrum hafnaboltastjarnan Jose Canseco sendi forsetanum umsókn sína á Twitter í gær. Í færslunni sagðist hafnaboltastjarnan vera klár í slag og sagðist einnig ætla að koma forsetanum í betra form.

 

Mögulega skýringu á erfiðleikum Trump að manna stöðuna segir AP að mikil starfsmannavelta innan ríkisstjórnar Trump hafi mögulega eitthvað að segja. Trump sjálfur sagði þó leitina ganga vel, fimm manna listi hafi verið samsettur og viðtöl við stórkostlegt fólk stæðu yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×