Innlent

Alþingismenn komnir í jólafrí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Austurvöllur er ansi jólalegur þessa dagana.
Austurvöllur er ansi jólalegur þessa dagana. Vísir/Vilhelm
Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag og þeim síðasta árið 2018. Þingfundi sem hófst klukkan hálf ellefu lauk á fimmta tímanum í dag.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis þakkaði þingmönnum fyrir að hafa skilað góðu verki. Sagði hann 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og orðið að lögum eða álytkunum Alþingis.

„Er þessi haustönn þar með orðin ein sú afkastamesta í sögu Alþingis,“ sagði Steingrímur í jólakveðju sinni í lok þingfundar.

Sagði hann árangurinn og tímanlega afgreiðslu mála til mikilla bóta fyrir samfélagið. Munaði mestu um að fjárlög hefðu verið samþykkt snemma í desember.

Þá fór Steingrímur vel yfir hátíðarhöld á árinu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis þjóðarinnar.

Þing kemur næst saman mánudagin 21. janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×