Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti.

Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 og rætt við bæði forstjóra WOW og hagfræðing hjá greiningardeild Arion banka.

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála sem óttast aftur á móti ekki hrun í ferðaþjónustu og vonar að vöxturinn verði í takti við það sem innviðir landsins ráða við.

Við fjöllum um sanngirnisbætur sem ríkið hefur greitt hátt í tólf hundruð manns vegna illrar meðferðar á heimilum eða stofnunum á síðustu öld.

Við segjum frá erfiðri stöðu í sænska þinginu og sýnum bút úr viðtali við Michael Cohen þar sem hann segir Trump hafa verið meðvitaðan um mútugreiðslur til tveggja kvenna. Einnig fylgjumst við með löggutísti og jólaskreytingakeppni starfsfólks ráðhússins í Reykjavík.

Þéttur fréttapakki á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×