Innlent

#Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir.
Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. Vísir/vilhelm
Hið árlega „Löggutíst“ lögreglu hefst klukkan 16 í dag og stendur til 4 aðfaranótt laugardags. Lögregla á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu mun greina frá öllum verkefnum sem koma upp innan áðurgreinds tímaramma undir myllumerkinu #löggutíst.

Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan á Norðurlandi eystra mun tísta frá sínum notendaaðgangi, @logreglanNE, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá aðganginum @logreglan og lögreglan á Suðurnesjum frá aðganginum @sudurnespolice.

Þá má fylgjast með streymi löggutísta hér að neðan sem eins og áður segir verða merkt myllumerkinu #löggutíst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×