Fleiri fréttir

Skotárás á veitingastað í Kaliforníu

Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni.

Söfnuðu rúmlega ellefu þúsund lítrum af næringarmjólk

Rúmlega ellefu þúsund lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir króna söfnuðust í átaki Landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fyrirtækisins Te & kaffi sem lauk um nýliðin mánaðamót.

Boða lækkun fasteignaskatta

Fasteignaskattar verða lækkaðir í Hafnarfirði á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins.

Skorpulifur verður æ algengari hér á landi

Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur.

Sjór blandast við sement

Sær hefur blandast hluta þess sements sem var um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarð Helguvíkurhafnar á föstudag.

70 tillögur í atvinnustefnu fyrir Ísland til ársins 2050

Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar.

Margir sendifulltrúar Rauða krossins við störf á vettvangi

Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í síðasta mánuði. Þrír sendifulltrúanna fóru til Afríkuríkja en einn til Úkraínu. Sendifulltrúastarf félagsins hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt, að sögn Teits Skúlasonar hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri

Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær.

Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku

Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega.

Sviptingar í ríkisstjórakosningum

Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana.

Aðkoma atvinnulífs og félagasamtaka mikilvæg í uppbyggingu þróunarríkja

Fjölmenni sótti fund utanríkisráðuneytisins í gær um uppbyggingu þróunarríkja með aðkomu atvinnulífs og fulltrúa félagasamtaka. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sagði meginmarkmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu vera að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum.

Sakaður um tvær nauðganir á nokkrum klukkustundum

Karlmaður sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir nauðgun með því að hafa fyrst aðfaranótt og síðan að morgni sunnudagsins 11. janúar 2015 haft samræði við konu án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ólögmætri nauðung.

Sjá næstu 50 fréttir