Innlent

Bruninn á Selfossi: Hin grunuðu yfirheyrð í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi brunans.
Frá vettvangi brunans. vísir/magnús hlynur
Lögreglan á Suðurlandi mun síðar í dag yfirheyra manninn og konuna sem úrskurðuð voru í gæsluvarðhald í liðinni viku vegna brunans við Kirkjuveg 18 á Selfossi. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi.

Konan og maðurinn voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en konan kærði úrskurðinn til Landsréttar sem felldi hann úr gildi í gær. Hún er þó enn í haldi yfirvalda þar sem hún hefur nú afplánun fangelsisvistar sem hún átti eftir að sitja af sér vegna eldri dóms.

Tvennt lést í brunanum og er grunur um íkveikju. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á morgun en Oddur segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Ákvörðun um það verði væntanlega tekin á morgun.


Tengdar fréttir

Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi

Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×