Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stéttarfélög segja ákvörðun Seðlabankans um hækkun stýrivaxta gríðarleg vonbrigði. Forysta ASÍ segir ákvörðunina ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum og formaður VR segir hækkunina fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við ítarlega um niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum en bæði demókratar og forsetinn fagna úrslitunum. Við segjum frá kostnaði borgarinnar við að gera Mathöll á Hlemmi en lágt leiguverð hefur verið gagnrýnt í dag. Við skoðum einnig aðstæður í kirkjugarðinum á Suðurgötu en umsjónarmaður segir niðurskurð til kirkjugarðanna bitna á umhirðu leiða og legsteina.

Við fjöllum um nýja atvinnustefnu Samtaka iðnaðarins, um atvinnuþátttöku barna og unglinga á Íslandi og erum að sjálfsögðu viðstödd opnunarhátíð Iceland Airwaves.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×