Fleiri fréttir

Úkraínukirkja sjálfstæð frá þeirri rússnesku

Kirkjuþing rétttrúnaðarkirkjunnar undir stjórn patríarkans í Istanbúl, trúarleiðtoga um 300 milljóna safnaðarbarna og eiginlegs æðsta manns rétttrúnaðarkirkjunnar, ákvað í gær að úkraínska rétttrúnaðarkirkjan fengi sjálfstæði frá hinni rússnesku.

Lítið eftir en allt stopp í bragga

"Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100.

Hægriflokkurinn vill stýra einn

Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs.

Skoða Twitternjósnir

Samfélagsmiðillinn neitar að afhenda rannsakanda upplýsingar um vöktun notenda. Twitter gæti átt yfir höfði sér tugmilljóna evra sekt vegna málsins.

Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir

Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu.

Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda

Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu.

Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju

Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar.

Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina

Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu.

Hafa áhyggjur af Álfsnesvík

Aukning á þungaflutningum um Vesturlandsveg, sjón- og hljóðmengun, auk mögulegra áhrifa vegna sandfoks er meðal þess sem skipulagsnefnd Mosfellsbæjar segist hafa áhyggjur af vegna áforma um iðnaðaruppbyggingu í Álfsnesvík.

Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð

Raddir hafa heyrst innan raða Viðreisnar um að óskiljanlegt sé að flokkurinn sé að svara fyrir klúður annarra. Oddvitinn segir eðlilegt að flokksmenn deili ekki allir sömu skoðun. Svör flokksins séu í fullu samræmi við stefnumál hans.

"Enginn hefur gert þetta í mannkynssögunni“

Líklega hafa fá alþjóðleg fréttamál vakið jafn mikla athygli undanfarin ár heldur en björgunarafrekið í Tælandi í sumar þar sem tólf fótboltastrákum og þjálfara þeirra var bjargað af lítilli syllu djúpt inn í helli fullum af vatni.

Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum

Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna.

Lést við tökur á nýjustu kvikmynd Tom Hanks

James M. Emswiller, meðlimur í tökuliði kvikmyndarinnar You Are My Friend, lést við fall fram af svölum á tökustað myndarinnar í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum í gær.

Taka á móti 75 flóttamönnum á næsta ári

Ríkisstjórnin ákvað í dag að taka á móti allt að 75 flóttamönnum á næsta ári. Þeir eru að stærstum hluta Sýrlendingar sem staddir eru í Líbanon en einnig verður tekið á móti hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem eru nú í Kenýa.

„Það liggur mikið undir og margt í húfi“

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa verulegar áhyggjur af boðuðum niðurskurði á fjárframlögum til aðildarfélaga. Að óbreyttu mun niðurskurðurinn bitna á þjónustu að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en rammasamningur um hjúkrunar- og dvalarrými rennur út um áramótin.

150 þúsund króna dagsektir lagðar á Reykjavíkurborg

Vinnueftirlitið ákvað þann 8. október síðastliðinn að leggja dagsektir á Reykjavíkurborg vegna Leikskólans Lyngheima vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á öryggi starfsmanna, aðbúnaði og hollustuháttum.

Bergbrot heldur áfram á Bretlandi

Hæstiréttur Bretlands taldi ekkert benda til þess að sveitarstjórn þar sem bergbrot er stundað hafi ekki metið mögulega hættu af því nægilega vel.

Sjá næstu 50 fréttir