Innlent

150 þúsund króna dagsektir lagðar á Reykjavíkurborg

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Dagsektirnar nema 150.000 krónum á dag.
Dagsektirnar nema 150.000 krónum á dag. Vísir/Vilhelm
Vinnueftirlitið ákvað þann 8. október síðastliðinn að leggja dagsektir á Reykjavíkurborg vegna Leikskólans Lyngheima í Grafarvogi vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á öryggi starfsmanna, aðbúnaði og hollustuháttum.

Sektir nema 150.000 krónum á dag þangað til búið er að gera úrbætur á fyrrgreindum þáttum samkvæmt fyrirmælum Vinnueftirlitsins.

Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins þurfi að vera tvö salerni þar sem fleiri en 15 konur starfa á vinnustaðnum og þvottavél sem er á staðnum er ekki í réttri vinnuhæð til þess að koma í veg fyrir álag á bak og herðar þegar verið er að setja í hana og taka úr. Eins kemur fram að gera skuli úrbætur á vinnuaðstöðu við uppþvottavél til að koma í veg fyrir álag á bak og herðar. Eins þarf leikskólinn að tryggja að öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður hafi sótt námskeið um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. 



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×