Erlent

Sex látnir og skemmdirnar gífurlegar

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Mexico Beach í Flórída.
Frá Mexico Beach í Flórída. AP/Severe Studios
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa staðfest að minnst sex eru látnir vegna fellibylsins Michael sem fer nú yfir suðausturhluta landsins. Þó mestur krafturinn sé farinn úr Michael fylgir honum enn mikil rigning og skyndiflóð. Michael fór hvað verst með samfélög á vesturströnd Flórída þar sem skemmdirnar eru gífurlegar.

Óttast er að tala látinna muni hækka. Rúmlega 375 þúsund manns var ráðlagt, eða skipað, að yfirgefa heimili sín en björgunarmenn kvarta yfir því að margir hafi ekki gert það.

Flóð og vindar felldu hús víða og rúmlega 900 þúsund heimili í Flórída, Alabama, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu eru án rafmagns.

AP fréttaveitan segir að í Panama City séu flest hús enn standandi en öll hús hafi orðið fyrir skemmdum. Rafmagnslínur og skilti liggi á víð og dreif, bílrúður séu brotnar, fjölda trjáa hafi fallið á hús og margt fleira. Miklar skemmdir urðu á sjúkrahúsum og dvalarheimilum og er verið að flytja hundruð sjúklinga á brott.



Tryggingafyrirtæki sem sérhæfir sig í að meta skaða vegna hamfara, áætlar að Michael tjónið vegna Michael sé metið á um átta milljarða dala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×