Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Forstjóri Persónuverndar segir málið í forgangi hjá stofnuninni en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Landbúnaðaráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá evrópusambands ríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Fjallað verður nánar um málið í fréttum kvöldsins.

Einnig verður rætt við forsætisráðherra sem segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Þetta og margt fleira í kvölfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×