Erlent

Lést við tökur á nýjustu kvikmynd Tom Hanks

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tom Hanks í hlutverki Freds Rogers, sjónvarpsmanns sem stjórnaði vinsælum barnaþáttum á seinni hluta síðustu aldar.
Tom Hanks í hlutverki Freds Rogers, sjónvarpsmanns sem stjórnaði vinsælum barnaþáttum á seinni hluta síðustu aldar. Mynd/Sony
James M. Emswiller, meðlimur í tökuliði kvikmyndarinnar You Are My Friend, lést við fall fram af svölum á tökustað myndarinnar í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum í gær.

Emswiller hafði farið út á svalir á annarri hæð til þess að reykja sígarettu er hann féll, að því er fram kemur í fjölmiðlum vestanhafs. Emswiller var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn í gærkvöldi.

Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Sony Pictures, sem framleiðir kvikmyndina, segir að um hryllilegan harmleik sé að ræða og þá eru ástvinum Emswiller sendar samúðarkveðjur. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að slysið verði rannsakað.

Emswiller hlaut Emmy-verðlaunin árið 2015 fyrir hljóðblöndun kvikmyndarinnar Bessie.

Tom Hanks, sem fer með aðalhlutverkið í umræddri kvikmynd, var staddur á tökustað þegar slysið varð, að því er segir í fréttum erlendra fjölmiðla um málið. You Are My Friend er byggð á ævi sjónvarpsmannsins ástsæla Freds Rogers og áætlað er að hún verði frumsýnd í október á næsta ári.


Tengdar fréttir

Tom Hanks kom til bjargar á ögurstundu

Þegar menn ætla sér að skella sér á skeljarnar og biðja kærustuna um að giftast sér er vænlegt til árangurs að fá heimsþekktan leikara með sér í lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×