Hefur samanburður á samfélagsmiðlum áhrif á ástarsambandið? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. október 2022 06:00 Afhverju eru allir svona miklu hamingjusamari en við? Getty Fyrr í vikunni birtist viðtal við leikkonuna Anítu Briem þar sem hún talar heiðarlega um áskoranir og óraunhæfar kröfur nútímans þegar kemur að langtíma samböndum og hjónabandi. Spurningu vikunnar má finna neðst í greininni. Leiðin yfir lækinn að styttast Í viðtalinu talar hún meðal annars um hversu stutt leiðin til einhvers konar hamingju-samanburðar er orðin í dag og vísar þá meðal annars til samfélagsmiðla. Hversdagurinn og efinn Meðvitað eða ómeðvitað eigum við flest það sameiginlegt að bera okkur saman við annað fólk á einhverjum tímapunkti í lífinu. Það sama gildir þegar kemur að ástarsambandinu eða fjölskyldulífinu. Hvar stöndum við miðað við aðra? Flest ástarsambönd ganga í gegnum ólík tímabil. Hið margrómaða tilhugalíf, djúpa ástin og stöðugleikinn, rússíbaninn og rifrildin. Allar hæðirnar og lægðirnar sem fylgja því að deila lífinu saman. Svo er það hversdagsleikinn, þessi blákaldi og óþarflega raunsæi fjandi, sem líklega er lúmskastur þegar efinn er annars vegar. Þá sérstaklega þegar hið hunangsgljáða og hamingjusama líf annarra er bara rétt handan við næsta skroll. Getty Afhverju erum við ekki meira eins og þau? Að sjálfsögðu höldum við því líklega flest öll fram að við séum það vel gefin, meðvituð og fullkomlega örugg í okkar skinni að við látum ekki glepjast í hugsanaglundroða samanburðar og öfundar á samfélagsmiðlum, ekki satt? Við erum bara ekki þannig fólk! Eða hvað? -Sigga og Jón eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt saman, við gerum aldrei neitt! -Gústi hennar Mæju er svo rómantískur, alltaf að gefa henni gjafir, ég fæ ekki einu sinni blóm! -Lára hans Gogga er í tveimur vinnum, samt er alltaf allt hreint hjá þeim og þau elda greinilega allt frá grunni! Raunveruleikinn og ritstýrði hamingjuheimurinn Þó svo að fæst viðurkenni það upphátt að kannast við þennan kjánalega þankagang er kannski ekki nema von að þessar hugsanir geti poppað upp þegar skrollað er yfir glansmyndirnar af lífi annarra. Skilin á milli raunveruleikans og lífs fólks á samfélagsmiðlum eru nefnilega alltaf að verða óljósari. Auðvitað er misjafnt hvernig og hvort þessi samanburður hefur áhrif á fólk yfir höfuð og ætli andleg líðan og gæði ástarsambandsins spili þar ekki líka stórt hlutverk. Fólk getur upplifað öfund, minnimáttarkennd eða jafnvel óöryggi ef stanslaust er verið að miða sig og sambandið við eitthvað annað. Flest vita að sjálfsögðu að raunveruleikinn á oftast ekkert skylt við þennan ofur ritstýrða hamingjuheim á samfélagsmiðlum, en... Ætli þetta hafi jafnvel meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir? Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Lesendur eru hvattir til að staldra við og spyrja sig hvort, og þá hversu mikið, samanburður á samfélagsmiðlum hafi áhrif á ástarsambandið. Karlar svara hér: Konur svara hér: Kvár svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Ástin og lífið Spurning vikunnar Brennslan Fjölskyldumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum: „Vitiði hvað ég er gömul?“ „Ég er í þessu bara 42 ára og þú ert ekkert beint kannski í þínu besta formi. En ég tók fyrstu keppnina á Spáni í byrjun maí og þá voru 25 ára stelpur á verðlaunapallinum og ég var í þriðja sæti,“ segir hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. 20. október 2022 06:00 Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22 Mest lesið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Helmingur fær of lítið af hrósum frá makanum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypan: Útskrifaðist með háði úr leikskóla Makamál Fleiri fréttir Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Sjá meira
Spurningu vikunnar má finna neðst í greininni. Leiðin yfir lækinn að styttast Í viðtalinu talar hún meðal annars um hversu stutt leiðin til einhvers konar hamingju-samanburðar er orðin í dag og vísar þá meðal annars til samfélagsmiðla. Hversdagurinn og efinn Meðvitað eða ómeðvitað eigum við flest það sameiginlegt að bera okkur saman við annað fólk á einhverjum tímapunkti í lífinu. Það sama gildir þegar kemur að ástarsambandinu eða fjölskyldulífinu. Hvar stöndum við miðað við aðra? Flest ástarsambönd ganga í gegnum ólík tímabil. Hið margrómaða tilhugalíf, djúpa ástin og stöðugleikinn, rússíbaninn og rifrildin. Allar hæðirnar og lægðirnar sem fylgja því að deila lífinu saman. Svo er það hversdagsleikinn, þessi blákaldi og óþarflega raunsæi fjandi, sem líklega er lúmskastur þegar efinn er annars vegar. Þá sérstaklega þegar hið hunangsgljáða og hamingjusama líf annarra er bara rétt handan við næsta skroll. Getty Afhverju erum við ekki meira eins og þau? Að sjálfsögðu höldum við því líklega flest öll fram að við séum það vel gefin, meðvituð og fullkomlega örugg í okkar skinni að við látum ekki glepjast í hugsanaglundroða samanburðar og öfundar á samfélagsmiðlum, ekki satt? Við erum bara ekki þannig fólk! Eða hvað? -Sigga og Jón eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt saman, við gerum aldrei neitt! -Gústi hennar Mæju er svo rómantískur, alltaf að gefa henni gjafir, ég fæ ekki einu sinni blóm! -Lára hans Gogga er í tveimur vinnum, samt er alltaf allt hreint hjá þeim og þau elda greinilega allt frá grunni! Raunveruleikinn og ritstýrði hamingjuheimurinn Þó svo að fæst viðurkenni það upphátt að kannast við þennan kjánalega þankagang er kannski ekki nema von að þessar hugsanir geti poppað upp þegar skrollað er yfir glansmyndirnar af lífi annarra. Skilin á milli raunveruleikans og lífs fólks á samfélagsmiðlum eru nefnilega alltaf að verða óljósari. Auðvitað er misjafnt hvernig og hvort þessi samanburður hefur áhrif á fólk yfir höfuð og ætli andleg líðan og gæði ástarsambandsins spili þar ekki líka stórt hlutverk. Fólk getur upplifað öfund, minnimáttarkennd eða jafnvel óöryggi ef stanslaust er verið að miða sig og sambandið við eitthvað annað. Flest vita að sjálfsögðu að raunveruleikinn á oftast ekkert skylt við þennan ofur ritstýrða hamingjuheim á samfélagsmiðlum, en... Ætli þetta hafi jafnvel meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir? Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Lesendur eru hvattir til að staldra við og spyrja sig hvort, og þá hversu mikið, samanburður á samfélagsmiðlum hafi áhrif á ástarsambandið. Karlar svara hér: Konur svara hér: Kvár svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Ástin og lífið Spurning vikunnar Brennslan Fjölskyldumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum: „Vitiði hvað ég er gömul?“ „Ég er í þessu bara 42 ára og þú ert ekkert beint kannski í þínu besta formi. En ég tók fyrstu keppnina á Spáni í byrjun maí og þá voru 25 ára stelpur á verðlaunapallinum og ég var í þriðja sæti,“ segir hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. 20. október 2022 06:00 Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22 Mest lesið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Helmingur fær of lítið af hrósum frá makanum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypan: Útskrifaðist með háði úr leikskóla Makamál Fleiri fréttir Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Sjá meira
Fyrsta íslenska atvinnukonan í hjólreiðum: „Vitiði hvað ég er gömul?“ „Ég er í þessu bara 42 ára og þú ert ekkert beint kannski í þínu besta formi. En ég tók fyrstu keppnina á Spáni í byrjun maí og þá voru 25 ára stelpur á verðlaunapallinum og ég var í þriðja sæti,“ segir hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni. 20. október 2022 06:00
Sigga Kling segir spennandi fréttir væntanlegar um stjörnuspánna „Það er ýmislegt sem ég ætla að segja sem er að fara að gerast sem við getum hlakkað til,“ segir spákona allra landsmanna, Sigga Kling, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 17. október 2022 13:22