Fótbolti

Hamrén: Var ekki búinn að ræða fyrirliðamálin við Gylfa

Henry Birgir Gunnarsson í Guingamp skrifar
Hamrén og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari.
Hamrén og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari. vísir/getty
Erik Hamrén landsliðsþjálfari vildi ekki gefa upp á dögunum hver yrði landsliðsfyrirliði í leiknum gegn Frökkum en ákvað svo að halda sig við Gylfa Þór Sigurðsson.

Gylfi Þór var nokkuð gagnrýndur fyrir að mæta ekki í viðtöl eftir síðasta leik og Hamrén vildi ekki staðfesta á blaðamannafundi í síðustu viku að Gylfi yrði áfram fyrirliði.

„Ástæðan fyrir því að ég sagði ekkert um fyrirliðamálin á fundinum var að ég hafði ekkert fengið tækifæri til þess að ræða þessi mál við Gylfa. Það var mikið að gera,“ sagði Svíinn við Vísi á Stade de Roudourou í dag.

„Ég spurði bara síðast hvort hann vildi vera fyrirliði. Við áttum ekkert spjall um fyrirliðamálin. Nú erum við búnir að ræða þessi fyrirliðamál og þetta er ekkert stórmál,“ sagði Hamrén og brosti.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa

Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.

Emil ekki með gegn Frakklandi

Erik Hamren tilkynnti að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila með Íslandi í Frakklandi á morgun. Þrír aðrir leikmenn eru tæpir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×