Enski boltinn

Mun United auglýsa Tinder á búningunum?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki er vitað hvort Jesse Lingard sé á Tinder.
Ekki er vitað hvort Jesse Lingard sé á Tinder. vísir/getty
Svo gæti farið að Manchester United myndi auglýsa stefnumótasmáforritið Tinder á treyju liðsins í vetur.

Enska úrvalsdeildin hefur breytt reglum um auglýsingar á búningum en nú er félögum heimilt að hafa auglýsingu á annarri erminni.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur United gert samning við Tinder um að auglýsa á treyjum liðsins. Samningurinn ku vera að andvirði 12 milljóna punda.

Níu af 20 félögum í ensku úrvalsdeildinni hafa nú þegar gert samning við fyrirtæki um svokallaðar ermaauglýsingar.

Tinder er vinsælasta stefnumótasmáforrit í heimi, með 50 milljóna virka notendur.


Tengdar fréttir

Conte: Verðum að forðast Mourinho tímabil

Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að Chelsea þurfi að forðast það að lenda í Mourinho tímabili þegar þeir reyna að verja titilinn í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×