Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 20:02 Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.” Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.Er utanríkisstefnan til sölu? Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á. Tengdar fréttir Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.” Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.Er utanríkisstefnan til sölu? Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á.
Tengdar fréttir Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18
Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40
Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15
Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00
Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29