Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 20:02 Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.” Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.Er utanríkisstefnan til sölu? Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á. Tengdar fréttir Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.” Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.Er utanríkisstefnan til sölu? Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á.
Tengdar fréttir Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18
Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40
Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15
Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00
Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29