Innlent

Bæjarstjóralaust í Grindavík - skipta með sér verkum

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir lætur af starfi bæjarstjóra Grindavíkur um mánaðamótin. Þar sem nokkrir mánaðir eru til kosninga verður ekki ráðið í stöðuna í hennar stað.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir lætur af starfi bæjarstjóra Grindavíkur um mánaðamótin. Þar sem nokkrir mánaðir eru til kosninga verður ekki ráðið í stöðuna í hennar stað.

Bæjarstjóralaust verður í Grindavík eftir að Jóna Kristín Þorvaldsdóttir lætur af starfi bæjarstjóra um mánaðamótin ef hugmyndir bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins ná fram að ganga. Oddvitar meirihlutans og fjármálastjórinn bæjarfélagsins munu skipta með sér verkum.

Petrína Baldursdóttir, oddviti framsóknarmanna og formaður bæjarráðs, segir meirihlutann ekki hafa gengið frá samkomulagi um hvernig stjórn bæjarfélagsins verði háttað eftir að Jóna Kristín hættir. Það verði gert á allra næstu dögum.

Petrína segir að í ljósi þess hve skammt er í kosningar geri hugmyndir framsóknarmanna ráð fyrir því að í stað að ráða nýjan bæjarstjóra muni Jón Þórisson, fjármálastjóri Grindavíkur, taki að sér aukinn verkefni sem snúa að rekstri bæjarfélagsins. Auk þess muni Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar, og hún sem formaður bæjarráðs skipta með sér verkum sem snúa að pólitíkinni.

Mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík frá kosningunum vorið 2006. Skipt var um meirihluta sumarið 2008 og í framhaldinu tók Samfylkingarkonan Jóna Kristín, við starfi bæjarstjóra. Áður en hún settist í bæjarstjórn starfaði hún sem prestur í bæjarfélaginu. Um næstu mánaðarmót tekur Jóna Kristín við Kolfreyjuprestakalli á Austurlandi.

Við meirihlutaskiptinn í fyrra lét Ólafur Örn Ólafsson af embætti bæjarstjóra. Starfslokasamningur hans vakti talsverða athygli en samningurinn tryggði Ólafi meðal annars 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun út kjörtímabilið auk sex mánaða eftir að því líkur í maí á næsta ári.

Meirahlutasamstarf í bæjarstjórn Grindavíkur er með Samfylkingu og Framsóknarflokki með stuðningi Vinstri grænna.




Tengdar fréttir

Bæjarstjóri með hjartsláttartruflanir

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri í Grindavík var lögð inn á Landspítalann í gær eftir að hafa fengið hjartsláttartruflanir. Hún fékk að fara heim í dag en var fyrirskipað af læknum að taka því rólega á næstunni og verður undir eftirliti.

Bæjarstjórinn í Grindavík: Óróleikinn auðvitað slæmur

„Óróleikinn er auðvitað afar slæmur og það er ekki síst íbúanna og byggðarinnar vegna,“ segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, um stöðu mála í bæjarfélaginu en mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík undanfarið ár.

VG ver minnihlutastjórnina í Grindavík

Bæjarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Grindavík hafa undirritað samkomulag sem felur í sér að fulltrúar VG verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar með hlutleysi sínu út kjörtímabilið. Þar með er þeirri óvissu sem skapaðist þegar að annar af tveimur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar gekk í VG lokið.

Útúrsnúningar og aulaafsakanir í Grindavík

Sjálfstæðisfélag Grindavíkur sá ástæðu til að snupra oddvita sinn í bæjarstjórn vegna skrifa hans á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Pistillinn er afar harðorður í garð fráfarandi bæjarstjóra þar sem bæjarstjórinn er meðal annars sagður hafa verið með útúrsnúninga og aulaafsakanir í fjölmiðlum. Búið er að fjarlægja pistillinn af vef bæjarfélagins og auk þess hefur honum verið talsvert breytt á heimasíðu oddvitans.

Síðasti bæjarstjórnarfundur bæjarstjórans

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í gærkvöldi en hún tekur við sem sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli um næstu mánaðarmót. Ekki hefur verið greint frá því hver verður eftirmaður Jónu Kristínar í embætti bæjarstjóra.

Bæjarstjóra langar í brauð

Grindavík Bæjarstjórinn í Grindavík, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, hefur sótt um embætti sóknarprests í Kolfreyjustaðarprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi.

Óstarfhæf bæjarstjórn í Grindavík

Meirihlutinn í bæjarstjórn Grindavíkur er orðinn að minnihlutastjórn eftir að Samfylkingarmaðurinn Garðar Páll Vignisson sagði sig úr Samfylkingunni og gekk yfir í Vinstri græna.

Jóna Kristín afsalar sér biðlaunum

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri í Grindavík, mun afsala sér rétti til biðlauna þegar hún lætur af embætti bæjarstjóra um mánaðarmótin nóvember-desember. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver eftirmaður hennar verður en það skýrist fljótlega.

Valnefndin vill Jónu Kristínu

Valnefnd Kolfreyjustaðarprestakalls ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 27. ágúst að leggja til að sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir verði skipaður sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli. Embættið veitist frá 1. september næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×