Innlent

Einka­­mál­efni for­seta­fram­bjóðanda, verka­lýðs­dagurinn og há­skóla­mót­mæli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
boæl

Formaður Samtakanna '78 segir ekki slæmt að kynhneigð forsetaframbjóðenda sé til umræðu. Það sé hins vegar ekki gott að gerð sé tilraun til að gera frambjóðendur tortyggilega vegna samkynhneigðar. Rætt verður við formann Samtakanna í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Engar sjáanlegar breytingar eru á eldgosinu við Sundhnúksgíga eftir nóttina. Eldgosið mallar áfram og kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi.

Þá fara hátíðarhöld fram um allt land í dag vegna verkalýðsdagsins 1. maí. Formaður VR segir verkalýðsbaráttuna sjaldan hafa verið jafn mikilvæga og í dag. 

Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma í morgun sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum, fyrir utan UCLA-háskólann í Kaliforníu þegar stuðningsmenn Ísraelsmannna reyndu að rífa búðirnar niður.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 1. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×