Innlent

Jarð­hræringar á Reykja­nesi, flug til Fær­eyja og verkalýðsdagurinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði um stöðuna við Svartsengi.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Þórshöfn í Færeyjum. Icelandair flaug í morgun í fyrsta sinn til Færeyja í tuttugu ár. Utanríkis- og atvinnumálaráðherra landsins segir þetta stór tímamót.

Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjöldi landsmanna kom saman í kröfugöngu í miðborg Reykjavíkur.

Í fréttatímanum fáum við líka að kíkja á einu langspilssveit landsins, sem nemendur úr Flóaskóla skipa. Krakkarnir hafa smíðað öll hljóðfærin sín sjálf.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 1. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×