Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Endur­nýja spá um lok um­brota við Grinda­vík

Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum.

Innlent



Fréttamynd

Kallar eftir út­listun að­gerða hvernig eigi að sporna við minni fram­leiðnivexti

Það er „ánægjulegt“ að stjórnvöld áformi að bregðast við minnkandi vexti í framleiðni vinnuafls á undanförnum árum, sem hefur neikvæð áhrif á sjálfbærni opinberra fjármála, með því að setja meiri áherslu á þær atvinnugreinar sem skila hærri framleiðni, að sögn Fjármálaráðs. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar sagður vera skortur á útlistun aðgerða hvernig eigi að ná því markmiði en hagvöxtur á Íslandi virðist um nokkurt skeið einkum hafa verið drifin áfram af fjölgun starfsfólks í þeim greinum sem greiða að jafnaði lægri laun en almennt þekkist.

Innherji