Innlent

„Trúi því ekki að ríkisstjórnin ætli að beita sér með þessum hætti“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valgarður/gva
Kjaraviðræður flugvallastarfsmanna eru í hnút og virðist engin lausn vera í sjónmáli. Komi ekki til sátta mun allsherjarverkfall skella á í nótt og flugsamgöngur til og frá Íslandi ásamt innanlandsflugi leggjast í lamasess.

Lög á verkfall verða kynnt ríkisstjórninni í dag og verður frumvarp lagt fram á Alþingi á morgun samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu.

„Ég bara trúi því ekki að ríkisstjórnin ætli að fara að beita sér með þessum hætti. Það er verið að grípa inn í mannréttindi fólks,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), í Bítinu á Bylgjunni í dag. Gylfi segir að muni ríkisstjórnin grípa til þessara aðgerða muni ASÍ kæra það til Alþjóðavinnumálastofnunar. „Það er réttur launamanna að beita þessum þrýstingi við okkar viðsemjendur.“

Þá segir hann verkfalls- og verkfallsvopn starfsmanna og atvinnurekenda lykilatriði, það sé samstöðuvopn og án þeirra falli hlutirnir í þröngar skorður.  Það sé því mikilvægt að stjórnvöld hrifsi ekki burt vopnið.


Tengdar fréttir

Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um.

Klukkan tifar á allsherjarverkfall

Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags.

Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt

Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld.

Lög líklega sett á verkfall

Dósent við HÍ segir líkur benda til að lög verði sett á verkfall flugvallarstarfsmanna. Lögmaður segir ýmis rök lúta að því að flugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill. Því sé heimilt að banna verkfall með lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×