Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2016 20:45 Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins vegna óvissu um hvort Landsvirkjun geti útvegað nægilega raforku. Markmiðið er samt enn að framkvæmdir hefjist á Grundartanga í haust. Verksmiðja Silicor hefur verið í undirbúningi á Grundartanga í þrjú ár og þar er búið að marka henni stóra lóð. Í umræðum á Alþingi fyrir tveimur vikum lýsti Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, áhyggjum yfir því að ráðamenn Silicor væru að skoða aðrar staðsetningar, bæði í Noregi og Danmörku, þar sem erfiðlega gengi að fá nægilega raforku hérlendis. Forstjórinn Terry Jester og Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor á Íslandi, staðfesta þetta og þau voru raunar að koma frá Noregi frá viðræðum við þarlenda aðila.Terry Jester, forstjóri og stjórnarformaður Silicor Materials.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það er mikill áhugi. Þetta er mjög gott verkefni, upp á einn milljarð dala, það skaffar 450 störf,” segir Terry Jester í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hún er jafnframt stjórnarformaður Silicor Materials. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni, svo það er áhugi í öðrum löndum. Helst vil ég auðvitað að við gerum þetta hérna, eins og við ætluðum, og ég hef enga ástæðu til að ætla að við gerum það ekki hérna. Við erum að ganga frá öllum samningum. Ef orkan verður ekki tiltæk þá er það annað vandamál sem þarf að leysa, en það er áhugi í öðrum löndum og ég er ánægð með það. Það verður vonandi önnur eða þriðja verksmiðjan okkar sem við byggjum þar,” segir Terry Jester.Terry Jester og Davíð Stefánsson ræða við fréttamann.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verksmiðjunni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður og yrði stærsta fjárfesting hérlendis frá því stóriðjuframkvæmdunum lauk á Austurlandi. Terry Jester segir stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust. Allir helstu samningar séu á lokastigi, þar á meðal við fjárfesta. Hins vegar er aðeins búið að tryggja helming þeirra 80 megavatta sem fyrirtækið þarf, frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Terry er hins vegar upplýst um þá stöðu Landsvirkjunar að geta ekki veitt svör um þau 40 megavött sem upp á vantar. Hún kveðst þó vongóð um að lausn finnist í tæka tíð. „Við getum ekki reist verksmiðjuna án raforkunnar, svo það verður að gerast. Við verðum að tryggja raforkuna í sumar. Annars verðum við að hafa varaáætlun.” Fram kom í fréttum Vísis síðastliðið sumar að hópur undir forystu Skúla Mogensen, eiganda Wow-flugfélagsins, hygðist stefna Silicor og íslenska ríkinu til að hnekkja þeirri ákvörðun að verksmiðjan þurfi ekki að fara í umhverfismat. „Við höfum svarað þessari kvörtun. Nú er þetta í höndum dómarans,” segir forstjóri Silicor.Séð yfir lóð Silicor á Grundartanga.Mynd/Silicor Materials. Tengdar fréttir Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Sáralítil mengun í verksmiðju Silicor að mati efnaverkfræðings Efnaverkfræðingur og ráðgjafi hjá Silicor, sem áformar að reisa eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi á Grundartanga, vísar á bug að mikil mengun muni skapast vegna starfsemi verksmiðjunnar. 27. júlí 2014 19:41 Búið að birta forstjóra Silicor stefnuna Þess er krafist að bygging fyrirhugaðs kísilvers á Grundartanga sæti umhverfismati. 26. október 2015 21:58 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. 14. apríl 2015 22:15 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira
Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins vegna óvissu um hvort Landsvirkjun geti útvegað nægilega raforku. Markmiðið er samt enn að framkvæmdir hefjist á Grundartanga í haust. Verksmiðja Silicor hefur verið í undirbúningi á Grundartanga í þrjú ár og þar er búið að marka henni stóra lóð. Í umræðum á Alþingi fyrir tveimur vikum lýsti Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, áhyggjum yfir því að ráðamenn Silicor væru að skoða aðrar staðsetningar, bæði í Noregi og Danmörku, þar sem erfiðlega gengi að fá nægilega raforku hérlendis. Forstjórinn Terry Jester og Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor á Íslandi, staðfesta þetta og þau voru raunar að koma frá Noregi frá viðræðum við þarlenda aðila.Terry Jester, forstjóri og stjórnarformaður Silicor Materials.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það er mikill áhugi. Þetta er mjög gott verkefni, upp á einn milljarð dala, það skaffar 450 störf,” segir Terry Jester í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hún er jafnframt stjórnarformaður Silicor Materials. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni, svo það er áhugi í öðrum löndum. Helst vil ég auðvitað að við gerum þetta hérna, eins og við ætluðum, og ég hef enga ástæðu til að ætla að við gerum það ekki hérna. Við erum að ganga frá öllum samningum. Ef orkan verður ekki tiltæk þá er það annað vandamál sem þarf að leysa, en það er áhugi í öðrum löndum og ég er ánægð með það. Það verður vonandi önnur eða þriðja verksmiðjan okkar sem við byggjum þar,” segir Terry Jester.Terry Jester og Davíð Stefánsson ræða við fréttamann.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verksmiðjunni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður og yrði stærsta fjárfesting hérlendis frá því stóriðjuframkvæmdunum lauk á Austurlandi. Terry Jester segir stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust. Allir helstu samningar séu á lokastigi, þar á meðal við fjárfesta. Hins vegar er aðeins búið að tryggja helming þeirra 80 megavatta sem fyrirtækið þarf, frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Terry er hins vegar upplýst um þá stöðu Landsvirkjunar að geta ekki veitt svör um þau 40 megavött sem upp á vantar. Hún kveðst þó vongóð um að lausn finnist í tæka tíð. „Við getum ekki reist verksmiðjuna án raforkunnar, svo það verður að gerast. Við verðum að tryggja raforkuna í sumar. Annars verðum við að hafa varaáætlun.” Fram kom í fréttum Vísis síðastliðið sumar að hópur undir forystu Skúla Mogensen, eiganda Wow-flugfélagsins, hygðist stefna Silicor og íslenska ríkinu til að hnekkja þeirri ákvörðun að verksmiðjan þurfi ekki að fara í umhverfismat. „Við höfum svarað þessari kvörtun. Nú er þetta í höndum dómarans,” segir forstjóri Silicor.Séð yfir lóð Silicor á Grundartanga.Mynd/Silicor Materials.
Tengdar fréttir Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Sáralítil mengun í verksmiðju Silicor að mati efnaverkfræðings Efnaverkfræðingur og ráðgjafi hjá Silicor, sem áformar að reisa eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi á Grundartanga, vísar á bug að mikil mengun muni skapast vegna starfsemi verksmiðjunnar. 27. júlí 2014 19:41 Búið að birta forstjóra Silicor stefnuna Þess er krafist að bygging fyrirhugaðs kísilvers á Grundartanga sæti umhverfismati. 26. október 2015 21:58 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. 14. apríl 2015 22:15 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira
Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Sáralítil mengun í verksmiðju Silicor að mati efnaverkfræðings Efnaverkfræðingur og ráðgjafi hjá Silicor, sem áformar að reisa eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi á Grundartanga, vísar á bug að mikil mengun muni skapast vegna starfsemi verksmiðjunnar. 27. júlí 2014 19:41
Búið að birta forstjóra Silicor stefnuna Þess er krafist að bygging fyrirhugaðs kísilvers á Grundartanga sæti umhverfismati. 26. október 2015 21:58
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30
Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47
Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36
Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. 14. apríl 2015 22:15