Viðskipti innlent

Verði af breytingunni getur fyrirtækið lækkað verð á innfluttri matvöru

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/fésbókarsíða Innnes
Innnes fagnar yfirlýsingu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um afnám merkinga á matvöru frá Bandaríkjunum í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Innnes hefur verið í innflutningi á matvöru frá Bandaríkjunum í tæp 30 ár.

„Til að uppfylla þessar reglugerðir hefur Innnes þurft að verja verulegum kostnaði í rannsókna- og ráðgjafakostnað við að útbúa innihaldslýsingar og næringagildistöflu sem standast reglur Evrópusambandsins,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar kemur einnig fram að kostnaður við að merkja innfluttar matvörur frá Bandaríkjunum hleypi árlega á tugum milljóna króna.

„Gríðarleg vinna liggur í endurmerkingu vara þar sem líma þarf á hverja einustu söluvöru. Þessi kostnaður lendir á íslenskum neytendum.“

Fyrirtækið segir einnig að það hafi þurft að taka af markaði söluháar bandarískar vörur sem uppfylltu ekki skilyrði um merkingar samkvæmt evrópskri reglugerð, þar sem bandarískir matvælaframleiðendur haga merkingum á vörum sínum með öðrum hætti en gildir innan Evrópusambandsins.

„Verði af fyrirhugaðri breytingu sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra boðar er ljóst að Innnes mun geta lækkað verð á innfluttri matvöru frá Bandaríkjunum auk þess að geta boðið stóraukið úrval af matvöru frá Bandaríkjunum til hagsbóta fyrir íslenska neytendur.“


Tengdar fréttir

Tilboð um heilbrigða samkeppni

Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum.

Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum.

Fagna grundvallabreytingu stjórnvalda

Hagar fagna yfirlýsingu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um breytingu á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×