Urgur innan þingflokks Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2014 13:46 Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru allt annað en ánægðir með Sigurð Inga. „Byggðapólitík getur ekki bara verið fólgin í því að færa störf frá einum stað í annan,“ segir Ragnheiður þingflokksformaður. Sú ákvörðun, sem Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti ríkisstjórninni fyrir skömmu, um að flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar, ætlar að reynast umdeild, svo mjög að hún gæti reynt verulega á samstarf ríkisstjórnarflokkanna. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar lýst sig ósammála þessum áformum, Vilhjálmur Bjarnason segist ekki geta stutt þau. Hann segir málið ekki grundvallast á mikilli skoðun og segist, í samtali við RÚV, vilja fá að vita nákvæmlega hvað vakir fyrir mönnum. Aðrir þingmenn gagnrýna þetta einnig, svo sem Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og sjálfur þingflokksformaðurinn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ekki góð aðferðafræði Ekki er úr vegi að spyrja Ragnheiði hreint úr: Bendir þetta ekki til bullandi óánægju innan þingflokksins? „Það er alveg ljóst að þessir fjórir þingmenn; við höfum gagnrýnt og sagt að við séum ósátt við þennan flutning. Og ég, fyrir mitt leyti, tel að það þurfi að rökstyðja betur af hverju slík ákvörðun er tekin og af hverju hún er tekin með þeim hætti sem hún er tekið. Ég held að aðferðarfræðin sé ekki góð þó ég sé sammála því að færa megi störf út á land en það þýðir ekki að það eigi að taka þau einhvers staðar annars staðar. Það verður að búa til aðstæður sem skapa störf á landsbyggðinni.“Þarna liggur ekki fyrir nein úttekt á því hvort þetta sé hagkvæmt fyrir heildina? „Mér er ekki kunnugt um það og ef flutningur kostar á bilinu 100 til 200 milljónir í upphafi, þá tekur æði langan tíma að ná fram hagræði í því til lengri tíma litið. Og ef sá mannauður sem er á Fiskistofu í Hafnarfirði ætlar ekki með hlýtur það að kalla á þjálfun, uppbyggingu og færni hjá nýju starfsfólki.“Byggðapólitík hlýtur að taka mið af heildinniLiggur þá ekki fyrir að þessi gjörningur muni reyna á ríkisstjórnarsamstarfið? „Ég ætla nú ekkert að leiða neinum líkum að því. Það er ýmislegt sem ráðherrar í ríkisstjórn innan sinna málaflokka ákveða að gera þó heildin sé ekki samstiga. Hins vegar er þetta þannig mál að það hefði þurft að ræða það með öðrum hætti og þetta sé ekki mál einstakra ráðherra endilega að fara í slíkan flutning þegar tveir eða fleiri flokkar eru í samstarfi. Þá megi ræða málin áður en farið er af stað.“En má ekki segja að þetta sé blind landsbyggðapólitík sem Framsóknarflokkurinn er að reka í nafni ríkisstjórnarinnar?(Löng þögn.) „Ég á nú erfitt með að svara kannski akkúrat þessari spurningu. En byggðapólitík hlýtur líka að þurfa að taka mið af heildinni, taka mið af mannauði og hún getur ekki bara verið fólgin í því að færa störf frá einum stað í annan án þess að það sé skoðað. Ekki frekar en þegar Vísir ákvað að loka á Djúpavogi og á Þingeyri, þá var ástæða til að ræða það jafnt í þinginu sem og í ríkisstjórn. Og við hljótum að líta á atvinnutækifæri í landinu í heild sinni og hvar skynsamlegast sé að þau séu hverju sinni.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir Sigurður Ingi Jóhannsson gefur lítið fyrir þau mótmæli sem hafa heyrst frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann telur þetta eðlileg viðbrögð þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hann biðlar til þeirra að lesa stjórnarsáttmálann betur. 1. júlí 2014 11:00 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Velgjörðarmaður að sunnan Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veruleikinn sé endilega alltaf hafður með í ráðum. 30. júní 2014 07:00 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sú ákvörðun, sem Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti ríkisstjórninni fyrir skömmu, um að flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar, ætlar að reynast umdeild, svo mjög að hún gæti reynt verulega á samstarf ríkisstjórnarflokkanna. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar lýst sig ósammála þessum áformum, Vilhjálmur Bjarnason segist ekki geta stutt þau. Hann segir málið ekki grundvallast á mikilli skoðun og segist, í samtali við RÚV, vilja fá að vita nákvæmlega hvað vakir fyrir mönnum. Aðrir þingmenn gagnrýna þetta einnig, svo sem Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og sjálfur þingflokksformaðurinn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ekki góð aðferðafræði Ekki er úr vegi að spyrja Ragnheiði hreint úr: Bendir þetta ekki til bullandi óánægju innan þingflokksins? „Það er alveg ljóst að þessir fjórir þingmenn; við höfum gagnrýnt og sagt að við séum ósátt við þennan flutning. Og ég, fyrir mitt leyti, tel að það þurfi að rökstyðja betur af hverju slík ákvörðun er tekin og af hverju hún er tekin með þeim hætti sem hún er tekið. Ég held að aðferðarfræðin sé ekki góð þó ég sé sammála því að færa megi störf út á land en það þýðir ekki að það eigi að taka þau einhvers staðar annars staðar. Það verður að búa til aðstæður sem skapa störf á landsbyggðinni.“Þarna liggur ekki fyrir nein úttekt á því hvort þetta sé hagkvæmt fyrir heildina? „Mér er ekki kunnugt um það og ef flutningur kostar á bilinu 100 til 200 milljónir í upphafi, þá tekur æði langan tíma að ná fram hagræði í því til lengri tíma litið. Og ef sá mannauður sem er á Fiskistofu í Hafnarfirði ætlar ekki með hlýtur það að kalla á þjálfun, uppbyggingu og færni hjá nýju starfsfólki.“Byggðapólitík hlýtur að taka mið af heildinniLiggur þá ekki fyrir að þessi gjörningur muni reyna á ríkisstjórnarsamstarfið? „Ég ætla nú ekkert að leiða neinum líkum að því. Það er ýmislegt sem ráðherrar í ríkisstjórn innan sinna málaflokka ákveða að gera þó heildin sé ekki samstiga. Hins vegar er þetta þannig mál að það hefði þurft að ræða það með öðrum hætti og þetta sé ekki mál einstakra ráðherra endilega að fara í slíkan flutning þegar tveir eða fleiri flokkar eru í samstarfi. Þá megi ræða málin áður en farið er af stað.“En má ekki segja að þetta sé blind landsbyggðapólitík sem Framsóknarflokkurinn er að reka í nafni ríkisstjórnarinnar?(Löng þögn.) „Ég á nú erfitt með að svara kannski akkúrat þessari spurningu. En byggðapólitík hlýtur líka að þurfa að taka mið af heildinni, taka mið af mannauði og hún getur ekki bara verið fólgin í því að færa störf frá einum stað í annan án þess að það sé skoðað. Ekki frekar en þegar Vísir ákvað að loka á Djúpavogi og á Þingeyri, þá var ástæða til að ræða það jafnt í þinginu sem og í ríkisstjórn. Og við hljótum að líta á atvinnutækifæri í landinu í heild sinni og hvar skynsamlegast sé að þau séu hverju sinni.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir Sigurður Ingi Jóhannsson gefur lítið fyrir þau mótmæli sem hafa heyrst frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann telur þetta eðlileg viðbrögð þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hann biðlar til þeirra að lesa stjórnarsáttmálann betur. 1. júlí 2014 11:00 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Velgjörðarmaður að sunnan Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veruleikinn sé endilega alltaf hafður með í ráðum. 30. júní 2014 07:00 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir Sigurður Ingi Jóhannsson gefur lítið fyrir þau mótmæli sem hafa heyrst frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann telur þetta eðlileg viðbrögð þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hann biðlar til þeirra að lesa stjórnarsáttmálann betur. 1. júlí 2014 11:00
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
Velgjörðarmaður að sunnan Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veruleikinn sé endilega alltaf hafður með í ráðum. 30. júní 2014 07:00
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30
Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41