Innlent

Unnið að því að fá Aðalsteinu og Gunnhildi heim

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Unnið er að því að fá íslensku stúlkurnar sem afplána fangelsisdóma fyrir kókaínsmygl í Tékklandi, framseldar hingað til lands. Gert er ráð fyrir að formlegt framsalsferli hefjist á næstu dögum.

Aðalsteina Kjartansóttir og Gunhildur Gunnarsdóttir voru handteknar á Vaclav Havel-flugvellinum í Prag, höfuðborg Tékklands níunda nóvember 2012, en þá voru þær átján ára gamlar.  Í fórum þeirra fundust þrjú kíló af kókaíni, sem eru um sextíu þúsund söluskammtar samkvæmt tékkneskum dómstólum.

Viðurlög við fíkniefnasmygli eru afar hörð í Tékklandi og voru Aðalsteina og Gunnhildur dæmdar í sjö og sjö og hálfs árs fangelsi í nóvember á síðast ári. Í febrúar mildaði áfrýjunardómstóll refsinguna niður í fjögur og hálft ár. Fram að því höfðu stúlkurnar setið inni í sitthvoru fangelsinu í Prag, en eftir að dómarnir voru mildaðir voru þær báðar fluttar í Swětla-fangelsið, sem er í um200 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni.

Á Íslandi er í gildi Evrópusamningur um framsal fanga og síðan stúlkurnar voru fluttar hefur staðið til að þær verði framseldar til Íslands til að afplána það sem eftir er af dómunum.

Að sögn Þóris Gunnarssonar, fyrrverandi ræðismanns Íslands í Tékklandi, er verið að gera verksamning við lögfræðing stúlknanna um fangaflutningana. Samkvæmt heimildum fréttasofu stranda þær viðræður á peningaþætti, en stúlkurnar þurfa að greiða fram háan lögfræðikostnað svo formlegt ferli geti hafist.

Þórir segir Innanríkisráðuneytið vera vel upplýst um stöðu mála og undirbúið undir að fá framsalsbeiðni stúlknanna inn á sitt borð. Beiðnin er afgreidd í samvinnu við lögreglu og fangelsismálastofnun. Ef allt gengur upp eru stúlkurnar því á leið heim á næstu mánuðum.


Tengdar fréttir

Íslensku stúlkurnar í 7 ára fangelsi

Íslensku stúlkurnar tvær sem voru teknar með um þrjú kíló af kókaíni á alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi voru dæmdar 7 og 7 og hálfs árs fangelsi nú rétt í þessu.

Vill að stúlkurnar taki út refsingu á Íslandi

"Stúlkurnar gerðu rangt og þær eiga að taka út sína refsingu.“ Þetta segir móðir stúlku sem var í dag ásamt vinkonu sinni dæmd í sjö ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Tékklandi.

Búist við dómi yfir stúlkunum í Prag í dag

Búist er við því að dómur falli í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum. Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, er viðstaddur réttarhöldin yfir stúlkunum, sem eru nítján ára gamlar.

Búist við vægari dómi í ljósi samstarfsvilja

Dómur fellur í dag í máli tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru fyrir réttu ári á flugvellinum í Prag með um þrjú kílógrömm af kókaíni í fórum sínum.

Dómur stúlknanna í Prag styttur

Stúlkurnar tvær, sem teknar voru fyrir fíkniefnasmygl í Prag í Tékklandi, áfrýjuðu dómnum og liggur nú endanlegur dómur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×