Þjóðminjasafn sameinast Minjastofnun: Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2016 19:00 Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins verði nýtt frumvarp að lögum. Vísir/Daníel Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið geri ráð fyrir að rekstrargjöld Minjastofnunar og Þjóðminjasafns lækki umtalsvert við sameininguna. Stýrihópurinn telji að allt að tíu prósent hagræðing geti náðst innan tíu ára með nýrri stofnun. Stýrihópurinn var skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum, um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar. Þær breytingar fólust meðal annars í því að ráðherra fengi heimild til þess að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Þá kom fram á vef ráðuneytisins að von væri á víðtækari endurskoðun þessara laga. Áhugi Sigmundar Davíð á skipulagsmálum er vel þekktur en hann hefur meðal annars gagnrýnt fyrirhuguð rif gamalla húsa á lóð Menntaskólans í Reykjavík, friðlýst tónleikasalinn á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þar sem til stóð að reisa hótel og lagt til friðun hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík þar sem umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eiga að fara fram. Hafnargarðurinn var stuttu síðar friðlýstur af forsætisráðuneytinu en Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var settur forsætisráðherra í því máli. Málefni verndar og friðlýsingar gamalla bygginga hafa að talsverðu leyti færst til forsætisráðuneytisins í valdatíð Sigmundar Davíðs. Minjastofnun var undir forræði menntamálaráðuneytisins en var fært undir forsætisráðuneytið fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók við ráðuneytinu árið 2013. Þá samþykkti Alþingi árið 2015 frumvarp sem felur í sér að ráðherrann getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði. Í stýrihópnum sem stendur á bak við nýju tillögurnar sátu forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, þjóðminjavörður, húsameistari ríkisins og Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður hópsins. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið geri ráð fyrir að rekstrargjöld Minjastofnunar og Þjóðminjasafns lækki umtalsvert við sameininguna. Stýrihópurinn telji að allt að tíu prósent hagræðing geti náðst innan tíu ára með nýrri stofnun. Stýrihópurinn var skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í nóvember síðastliðnum, um tveimur mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar. Þær breytingar fólust meðal annars í því að ráðherra fengi heimild til þess að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að framkvæma friðlýsingu. Þá kom fram á vef ráðuneytisins að von væri á víðtækari endurskoðun þessara laga. Áhugi Sigmundar Davíð á skipulagsmálum er vel þekktur en hann hefur meðal annars gagnrýnt fyrirhuguð rif gamalla húsa á lóð Menntaskólans í Reykjavík, friðlýst tónleikasalinn á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þar sem til stóð að reisa hótel og lagt til friðun hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík þar sem umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eiga að fara fram. Hafnargarðurinn var stuttu síðar friðlýstur af forsætisráðuneytinu en Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var settur forsætisráðherra í því máli. Málefni verndar og friðlýsingar gamalla bygginga hafa að talsverðu leyti færst til forsætisráðuneytisins í valdatíð Sigmundar Davíðs. Minjastofnun var undir forræði menntamálaráðuneytisins en var fært undir forsætisráðuneytið fljótlega eftir að Sigmundur Davíð tók við ráðuneytinu árið 2013. Þá samþykkti Alþingi árið 2015 frumvarp sem felur í sér að ráðherrann getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði. Í stýrihópnum sem stendur á bak við nýju tillögurnar sátu forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, þjóðminjavörður, húsameistari ríkisins og Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður hópsins.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15
Sigmundur vill heimild til eignarnáms Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga á yfirstandandi þingi um breytingar á menningarminjum. 22. september 2015 00:01
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Ætlar ekki friða flugvöllinn og segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. 23. nóvember 2015 16:02
Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24