Auðunn Arnórsson

Fréttamynd

Fellur NATO á prófinu?

Atlantshafsbandalagið, langöflugasta hernaðar- og öryggisbandalag heims, glímir þessa dagana við prófraun sem æ fleira bendir til að það eigi í miklum erfiðleikum með að standast. Það er verkefni þess í Afganistan.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfstæðið áréttað

Sjálfsögð forsenda fyrir því að eiga erindi þangað er hins vegar að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum - það er vera ekki alfarið upp á stórþjóðirnar kominn um upplýsingar og mótun ígrundaðrar afstöðu í helztu deilumálum alþjóðastjórnmálanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifæri fyrir Ísland

Einn af hápunktum samgönguviku í Reykjavík var alþjóðleg ráðstefna um umhverfisvæna samgöngutækni, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar spáðu í hvernig ná mætti því markmiði að gera að minnsta kosti landsamgöngur óháðar olíu og benzíni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tökum okkur tak

Sú áherzla á efld tengsl Íslands við Afríku, sem kom fram í nýafstaðinni Afríkuferð utanríkisráðherra, er rétt og æskileg. Í Afríku eru mörg af fátækustu og vanþróuðustu löndum heims, sem þurfa mest á því að halda að hinar aflögufærari þjóðir heims leggi þeim lið í að komast á framfarabraut.

Fastir pennar
Fréttamynd

Risaveldi í kreppu

Bandaríkjamenn, voldugasta þjóð heims, halda upp á þjóðhátíð sína á morgun, 4. júlí, er rétt 231 ár verða liðin frá því Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grannþjóðir taka höndum saman

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er nú stödd í Noregi þar sem hún hittir í dag Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Áður ræddi hún við Anne-Grete Strøm-Erichsen varnarmálaráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra. Eitt aðalmálið á dagskrá viðræðna Ingibjargar við hina norsku kollega sína var hinn nýi tvíhliða samningur Íslands og Noregs um eflt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að virkja ábyrgð Íslendinga

Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu.

Skoðun
Fréttamynd

Tímabært framtak

Það er fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sego eða Sarko

Með því að kjósendur í Frakklandi völdu hægrimanninn Nicolas Sarkozy og sósíalistann Segolene Royal til að eigast við í úrslitaumferð forsetakosninganna í landinu 6. maí völdu þeir skýrar línur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvísýnar tímamótakosningar

Engar forsetakosningar sem fram hafa farið í Frakklandi á síðustu áratugum hafa verið eins tvísýnar og þær sem nú fara í hönd. Samkvæmd viðhorfskönnunum eru viku fyrir fyrri umferð kosninganna tveir af hverjum fimm kjósendum óákveðnir og mjótt á munum milli þriggja efstu frambjóðenda, auk þess sem sá fjórði fær örugglega væna sneið af kökunni líka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland sem endranær á hliðarlínunni

Nú á sunnudaginn eru rétt 50 ár liðin frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður, en með honum var Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) sett á laggirnar, fyrirrennari Evrópusambands nútímans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Minnir á aðdraganda Íraksstríðs

Flugmóðurskip og önnur stór herskip bandaríska flotans eru nú á stöðugri vakt á Persaflóa, berandi þau skilaboð til ráðamanna í Teheran að Bandaríkjaher sé reiðubúinn að grípa hvenær sem er til hernaðarárásar gegn Íran.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leysir ekki vanda sundraðs Íraks

Myndir af aftöku Saddams Hussein ganga nú eins og eldur í sinu um netheima. Myndskeið, sem tekið var upp með farsíma án vitundar eða heimildar íraskra yfirvalda er einræðisherrann fyrrverandi var hengdur eldsnemma að morgni laugardags, hafði komið fyrir sjónir milljóna manna um allan heim áður en varði. Í fréttatímum sjónvarpsstöðva um víða veröld voru auk þess birtar opinberar myndir frá aftökunni sem Íraksstjórn sendi frá sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaldastríðs-skipting Evrópu á enda

Þessi efnahagslega og stjórnarfarslega vanþróun, spilling og glæpir valda því að þær þjóðir álfunnar sem voru svo lánsamar að lenda vestan megin járntjaldsins á sínum tíma óttast um sinn hag þegar þessi nýjasta lota stækkunar ESB kemst til framkvæmda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stofnanasam-starf í vörn

Árlegt þing Norðurlandaráðs er nú nýafstaðið, en það fór fram að þessu sinni í Kaupmannahöfn. Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin eru meginstoðir hins pólitíska, formlega hluta norræns samstarfs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýi heimurinn vex sá gamli hrörnar

Bandaríska hagstofan skráði í gær 300 milljónasta borgara Bandaríkjanna. Mannfjöldaþróun vestra og hér á Íslandi hefur lengi fylgzt að; íbúar Íslands urðu 300.000 í byrjun þessa árs. Það hlutfall hefur þannig haldizt óbreytt að Bandaríkjamenn séu réttum þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sýnir ógöngur Íraksstefnu Bush

Þessar niðurstöður koma fáum sem fylgjast með alþjóðamálum á óvart. Þær eru hins vegar í augljósri mótsögn við þá mynd sem ríkisstjórn George W. Bush hefur viljað halda fram um afleiðingar innrásarinnar í Írak.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ískyggilegt áhrifaleysi

Að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, skyldi sýna Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eins mikla lítilsvirðingu og raun bar vitni er sá síðarnefndi heimsótti Teheran nú um mánaðamótin til að reyna að miðla málum í deilunni um kjarnorkuáætlun Írana, er nýjasti vitnisburðurinn um veikleika samtakanna. Sú var tíðin að framkvæmdastjóri SÞ var áhrifamikill maður í alþjóðakerfinu sem var sýnd virðing í samræmi við það. Undan þessari virðingu hefur fjarað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óeining Evrópu

Síðastliðinn föstudag lýstu utanríkisráðherrar Evrópusambandsins því sem mikilvægum árangri, að samkomulag skyldi hafa náðst um framlag Evrópuríkjanna til að fylla raðir hins alþjóðlega friðargæsluliðs sem samkvæmt vopnahlésáætlun Sameinuðu þjóðanna á að gæta friðarins í Suður-Líbanon.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spurningar vakna um stefnumótun

Í tveimur fjarlægum Asíulöndum, hinu landlukta Afganistan og eyríkinu Srí Lanka, eru að störfum Íslendingar í vandasömum verkefnum. Þeir taka þar þátt í viðleitni alþjóðasamfélagsins til að stuðla að því að græða þau djúpu sár sem langvinn borgarastríð hafa skilið eftir í báðum löndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Takmörk umburðarlyndisins

Hvernig förum við að því, sem opin lýðræðisþjóðfélög, að berjast gegn hryðjuverkaógninni, án þess að ganga á grundvallargildi okkar? Hvernig getum við samhæft réttindi einstaklingsins og almannaréttinn til öryggis?

Fastir pennar
Fréttamynd

Skarar eld að köku öfgaafla

Þessi staða gerir hlutverk væntanlegs fjölþjóðlegs friðargæzluliðs meira en lítið snúið. Ísraelar vonast til að slíkt lið taki af þeim ómakið að tryggja að Hizbollah-liðar geti ekki gert sprengiflaugaárásir á Ísrael frá Suður-Líbanon. Eins og málin hafa þróazt er hætt við að slíkt gæzlulið yrði þar með álitið handbendi Ísraels og Bandaríkjanna í augum flestra Miðausturlandabúa og myndi nær óhjákvæmilega dragast sjálft inn í hin vopnuðu átök.

Fastir pennar
Fréttamynd

Liðsandinn smitar

Þeir sem þekkja til í Þýzkalandi hafa rekið upp stór augu við að sjá myndirnar af svart-rauð-gula fánahafinu, af landsliðsmönnum raunverulega að syngja þýzka þjóðsönginn og almennt af þeirri fölskvalausu gleði sem ríkir þessa dagana í gestgjafalandi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Fastir pennar