Skoðun

Fréttamynd

Hvað varð um sam­veruna?

Hildur Gunnarsdóttir

Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Listir og vel­ferð

Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði.

Skoðun
Fréttamynd

Er for­seta­fram­bjóð­endum um­hugað um dýra­vernd?

Ég hef það á tilfinningunni að public persons á Íslandi finnist það hallærislegt að tala opinberlega um dýravernd. Í henni gæti falist gagnrýni, sem er ekki til vinsælda fallin hjá stjórnvöldum og neytendum búfjárafurði. Það er fremur hallærisleg sjálfhverfa.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn leggst ekki í duftið

Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár.

Skoðun
Fréttamynd

Að dreyma um al­heim góð­vildar

Að búa í heimi þar sem góðvild ræður ríkjum er algeng, en oft óviðunandi, löngun. Ímyndaðu þér stað þar sem öll samskipti eru gegnsýrð af einlægri virðingu og endalausri örlæti. Þetta er heimur sem mörg okkar vilja kalla hinn fullkomna heim?

Skoðun
Fréttamynd

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld

Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. 

Skoðun
Fréttamynd

Þegar þú ert báknið

Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands?

Skoðun
Fréttamynd

Svik við þjóðina

Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp.

Skoðun
Fréttamynd

Braut­ryðjandinn Baldur

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verður framúrskarandi forseti hljóti hann til þess stuðning þjóðarinnar þann 1. júní. Hann hefur allt sem þarf til að gegna embættinu svo sómi sé að. Hann hefur verið brautryðjandi í rannsóknum á alþjóðamálum, með áherslu á stöðu smáríkja. Hann þekkir vel til stjórnskipunar landsins og hefur um áratuga skeið verið í hringiðu pólitískrar umræðu. Hann er réttsýnn og rökfastur.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín og Gunnar?

Fyrr í vikunni birtist grein á Vísir.is eftir Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmann þar sem gerð var áhugaverð en um leið misheppnuð tilraun til þess að spyrða Katrínu Jakobsdóttur við Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilheyrði að sögn Sævars ákveðinni valdaelítu sem hefði talið sig „hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf.“ Þær ásakanir í garð Katrínar missa hins vegar algerlega marks.

Skoðun
Fréttamynd

Ótímabundin leyfi, ó­tíma­bundið náttúruníð

Á þriðjudag fór fram gagnrýnin umræða í þingsal um lagareldisfrumvarp Matvælaráðherra. Frumvarpið er stórt og er því ætlað að móta regluverk um lagareldi á Íslandi, en samkvæmt frumvarpinu á að gera það með vernd villtra laxastofna að leiðarljósi og notast á við varúðarreglu og vistkerfisnálgun.

Skoðun
Fréttamynd

Er soja að eyði­leggja ís­lenska karl­mennsku?

Soja er matvæli sem hefur verið töluvert umdeilt og mikið rætt á sviði næringar en um er að ræða einstakt matvæli sem hefur verið ansi vel rannsakað. Rannsóknir sýna fram á að soja hafi ýmist jákvæð eða hlutlaus áhrif á ýmsar heilsufarslegar útkomur. Þrátt fyrir það hefur þessi ágæta fæða ekki verið örugg fyrir háværum og ósanngjörnum mýtum sem virðast seint ætla að deyja út.

Skoðun
Fréttamynd

Er stór­aukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni?

Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Árangur gegn verð­bólgu

Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár.

Skoðun
Fréttamynd

Saman gegn ríkisofbeldi

Við mótmælum sífellt fjandsamlegri aðför íslenskra stjórnvalda að flóttafólki og innflytjendum sem er bersýnileg sem aldrei fyrr í fyrirhuguðum frumvörpum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er hí­býla­auður?

„Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939.

Skoðun
Fréttamynd

Á­huga­verðir tímar kalla á á­huga­verðan for­seta

Ég er hluti af framboðsherferð á Íslandi sem er að reyna að gera Snæfellsjökul að næsta forseta Íslands. Við erum teymi af umhverfisverndarsinnum, listamönnum, lögfræðingum, vísindamönnum, lögfræðingum og áhugasömum borgurum sem gera sér grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þess að leiðtogar okkar setji réttindi náttúrunnar í forgang, sem er megin áhersla framboðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Biskup í tengslum

Eitt af því besta við að vera í biskupskjöri er að kynnast kirkjufólki vítt og breitt um landið. Nú höfum við frambjóðendur farið á fjölmarga staði á landinu og tekið þátt í kynningarfundum auk þess sem ég hef hitt sóknarnefndarfólk á fjölmörgum stöðum. Með mér í för var eiginmaðurinn minn, Einar og var þetta alveg ný og einstök reynsla fyrir okkur hjónin sem gaf okkur mikið.

Skoðun
Fréttamynd

Dýra­vel­ferðar­mar­tröð af áður ó­þekktri stærð

Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­rún biskup – til heilla fyrir okkur öll!

Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­skera að vori

HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Er menning stór­mál?

Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. 

Skoðun
Fréttamynd

Það vantar vanan og á­reiðan­legan mann í verkið

Undanfarin ár hafa erlendar valdastofnanir í sífellt ríkari mæli seilst til áhrifa á Íslandi. Áhrifin eru nú þegar víðtæk á löggjöf og það er deginum ljósara að hagsmunir annarra en þeirra sem í landinu búa stjórna þar mestu.

Skoðun