Air Atlanta

Fréttamynd

Þú finnur Ís­lendinga út um allan heim í fluginu

„Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.

Innlent
Fréttamynd

Risaþotan flaug aftur yfir Reykja­víkur­svæðið

Áhöfn Boeing 747-júmbóþotu Air Atlanta flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið í kvöld og var hún yfir borginni um klukkan 18:50. Flugvélin var að koma með 240 starfsmenn félagsins og maka frá Casablanca í Marokkó og lenti í Keflavík upp úr klukkan 19.

Innlent
Fréttamynd

Risaþota flaug í lág­flugi yfir Reykja­vík

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Þegar við tölum um ís­lenskt flugævintýri þá er það í dag

„Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september.

Innlent
Fréttamynd

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selur húsið í Garða­bæ eftir kaupin á glæsihúsi Ingu Lindar

Hann­es Hilm­ars­son einn af eigendum flugfélagsins Atlanta og eig­in­kona hans, Guðrún Þrá­ins­dótt­ir, hafa sett einbýli sitt við Stórakur í Garðabæ á sölu. Nýverið festu hjónin kaup á glæsivillu við Mávanes sem áður var í eigu Ingu Lindar Karlsdóttur sjónvarpskonu og eiganda Skot Productions. Ásett verð fyrir húsið er 450 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Flug­vél Atlanta á tæpasta vaði í Ríad

Stjórnendum Boeing 747 þotu íslenska flugfélagsins Air Atlanta varð á í messunni þegar taka átti á loft frá flugvellinum í Ríad í Sádi-Arabíu á dögunum. Nauðhemla þurfti þegar í ljós kom að röng beygja hafði verið tekin inn á akstursbraut í stað flugbrautar í aðdraganda flugtaks. Flugvélin staðnæmdist um þrjátíu metrum frá enda akstursbrautarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar

Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta Boeing 747-þotan úr flugvélaverksmiðjunni

Síðasta eintak júmbóþotunnar, eða Boeing 747, fór út úr samsetningarverksmiðju Boeing í borginni Everett norðan Seattle í Washington-ríki í gærkvöldi. Þetta er fraktvél af undirtegundinni 747-8 og verður afhent bandaríska vöruflutningafélaginu Atlas Air snemma á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif

Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Páfinn flaug með Atlanta

Íslenska flugfélagið Air Atlanta flaug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur.

Innlent