Innlent

Sjáðu þotuna á flugi yfir Vesturbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvélinni flogið yfir Vesturbæinn.
Flugvélinni flogið yfir Vesturbæinn. Skjáskot

Borgarbúar ráku margir upp stór augu þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir höfuðborgarsvæðið skömmu eftir hádegi í dag. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var við tökur á stuttum fréttaþætti fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband Grapevine af flugi vélarinnar má finna neðar í fréttinni.

Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Henni var flogið frá Chicago í Bandaríkjunum snemma í morgun og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir hádegi. 

Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á meðfylgjandi skjáskoti af FlightRadar, en mörgum þótti vélin vera helst til lágt á lofti.

Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar.

Á meðal þeirra sem börðu flugvélina augum var fréttateymi Reykjavík Grapevine, sem einmitt var við tökur við Eiðisgranda þegar flugvélin birtist. Myndatökumaður Grapevine fangaði flug vélarinnar þar sem hún kemur utan af hafi og fer svo leið sína yfir Vesturbæinn. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×