Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 13:08 Flugvélin á flugi yfir borginni. Aðsend Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa hefur fengið fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag. Þá hafa til dæmis íbúar í Norðlingaholti velt vöngum yfir lágfluginu í hverfishóp á Facebook. Þeir lýsa því margir að allt hafi nötrað þegar flugvélin fór yfir – og þá hafi hún verið helst til nálægt jörðu. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var flugvélin þó talin yfir lágmarkshæð á flugi sínu. Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar. Íbúar í Vesturbænum og miðbænum urðu sömuleiðis sumir hverjir varir við vélina þar sem hún flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli án þess að lenda. Starfsmaður Háskóla Íslands fylgdist með út um skrifstofugluggann. „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur,“ segir starfsmaðurinn í Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Aðrir segjast búa í grennd við flugvöllinn en ekki hafa heyrt neitt. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var að taka upp stuttan fréttaþátt fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband af vélinni á flugi yfir Vesturbænum má sjá hér fyrir neðan. Flugu hring til að gleðja starfsmenn Samkvæmt upplýsingum af FlightRadar kom vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, frá Chicago í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 13. Sigurður Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Air Atlanta segir í samtali við Vísi að flugvélar félagsins komi afar sjaldan til landsins. Félagið reyni því iðulega að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst til. „Það kom gluggi í dag og við fengum leyfi. Flugmennirnir tóku því þennan hring, okkur öllum til mikillar ánægju,“ segir Sigurður. Síðast var flugvél Air Atlanta flogið í lágflugi yfir borgina af sama tilefni árið 2015. Það vakti einnig talsverða athygli, að sögn Sigurðar. Þá telur hann ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll tilskilin og hefðbundin leyfi hafi fengist. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Air Atlanta. Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Air Atlanta Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa hefur fengið fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag. Þá hafa til dæmis íbúar í Norðlingaholti velt vöngum yfir lágfluginu í hverfishóp á Facebook. Þeir lýsa því margir að allt hafi nötrað þegar flugvélin fór yfir – og þá hafi hún verið helst til nálægt jörðu. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var flugvélin þó talin yfir lágmarkshæð á flugi sínu. Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar. Íbúar í Vesturbænum og miðbænum urðu sömuleiðis sumir hverjir varir við vélina þar sem hún flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli án þess að lenda. Starfsmaður Háskóla Íslands fylgdist með út um skrifstofugluggann. „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur,“ segir starfsmaðurinn í Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Aðrir segjast búa í grennd við flugvöllinn en ekki hafa heyrt neitt. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var að taka upp stuttan fréttaþátt fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband af vélinni á flugi yfir Vesturbænum má sjá hér fyrir neðan. Flugu hring til að gleðja starfsmenn Samkvæmt upplýsingum af FlightRadar kom vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, frá Chicago í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 13. Sigurður Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Air Atlanta segir í samtali við Vísi að flugvélar félagsins komi afar sjaldan til landsins. Félagið reyni því iðulega að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst til. „Það kom gluggi í dag og við fengum leyfi. Flugmennirnir tóku því þennan hring, okkur öllum til mikillar ánægju,“ segir Sigurður. Síðast var flugvél Air Atlanta flogið í lágflugi yfir borgina af sama tilefni árið 2015. Það vakti einnig talsverða athygli, að sögn Sigurðar. Þá telur hann ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll tilskilin og hefðbundin leyfi hafi fengist. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Air Atlanta.
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Air Atlanta Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira