Samfylkingin

Fréttamynd

Lúðvík endaði í öðru sæti

Lokatölur hafa verið birtar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Gríðarleg spenna var um annað sætið en á endanum hafði Lúðvík Bergvinsson betur en Ragnheiður Hergeirsdóttir en aðeins munaði tuttugu og fimm atkvæðum á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður kominn aftur í annað sætið

Ragnheiður Hergeirsdóttir er komin aftur í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Aðeins munar þremur atkvæðum á Lúðvíki og Ragnheiði í annað sætið. Lúðvík er nú í fjórða sæti en aðeins munar þrjátíu atkvæðum á honum og Róberti Marshall í þriðja sætið.

Innlent
Fréttamynd

Búið að telja 78% atkvæða

Nú er búið að telja tæp 78% atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eða 4.000 atkvæði af 5.146. Lúðvíki Bergvinssyni vantar þrettán atkvæði til að ná Ragnheiði Hergeirsdóttur. Ragnheiður er með 1.203 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.190 atkvæði í 1.-2. sætið. Þrjátíu og sjö atkvæðum munar á þeim Róberti Marshall og Lúðvíki í þriðja sætið.

Innlent
Fréttamynd

Björgvini þakklæti í huga

Björgvini G. Sigurðssyni er mikið þakklæti í huga til þeirra sem studdu hann í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Björgvin er nú efstur í prófkjörinu en hann segir vert að hafa í huga að einungis sé búið að telja tæpan helming atkvæða. Róbert Marshall býður sig nú fram í fyrsta sinn og er í þriðja sæti. Róbert þakkaði kjósendum þegar búið var að birta tölur í þriðja sinn.

Innlent
Fréttamynd

Róbert kominn í 3. sæti

Björgvin G. Sigurðsson er enn í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja 2.000 atkvæði. Björgvin er með 706 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti með 617 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Veðrið setti strik í reikning Samfylkingarinnar

Talning á atkvæðum úr prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefst klukkan tvö á morgun þar sem öll kjörgögn skiluðu sér ekki í hús í kvöld vegna veðurs. Kjörgögnin sem um ræðir eru atkvæði úr prófkjöri flokksins í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Steinunni Valdísi hryllir við skoðunum þingmanns Frjálslynda flokksins

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi. Hún spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar leiðir á ný

Nú rétt í þessu bárust tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Gunnar Svavarsson hefur hlotið 1245 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 2061 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 2155 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Svavarsson leiðir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eftir 2. talningu

Nýjar tölur um dreifingu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi voru að berast frá formanni kjörstjórnar Halldóri S. Guðmundssyni. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 683 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 1.258 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina

Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt. Auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sonja B. Jónsdóttir sækist eftir 4. - 5. sæti

Sonja B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember n.k. Hún sækist eftir 4.-5. sæti og vill einkum vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu, forvarnamálum, bættum hag barna, unglinga, fatlaðra, öryrkja og aldraðra og einnig að fræðslu- og menningarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gunnarsson sækist eftir 1. sæti

Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir því að leiða framboðslista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninga til Alþingis í vor.

Innlent
Fréttamynd

Anna Kristín sækist eftir 1. - 2. sæti

Anna Kristín Gunarsdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ekki liggur fyrir hvernig skipað verður á listann en ýmislegt bendir til að viðhaft verði prófkjör af einhverri gerð. Ákvörðun um það verður tekin 16. september.

Innlent
Fréttamynd

Flokksbræður deila um greiðslur

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Nýr bæjarstjóri á Hornafirði

Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra í sveitafélaginu Hornafirði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að það hafi verið samdóma álit nýs meirihluta framsóknarmanna og Samfylkingar að ráða Hjalta í starfið.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutaviðræður halda áfram í dag

Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Sjálftæðismenn og Frjálslyndir funda á Akranesi í dag

Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn funda í dag um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn.

Innlent