Innlent

Steinunni Valdísi hryllir við skoðunum þingmanns Frjálslynda flokksins

Steinunn Valdís, einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Steinunn Valdís, einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar. MYND/Gunnar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi. Hún spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

"Á undan umræðunum var spilað myndband með Jóni Magnússyni lögmanni sem genginn er í Frjálslynda flokkinn. Lögmaðurinn talaði mjög afgerandi fyrir hönd Frjálslyndra og Magnús Þór tók undir orð Jóns og vill t.d. takmarka möguleika múslima og "þeirra" annara sem ólíkir eru "okkur" í lífsháttum til búsetu á Íslandi. Hann talaði einnig með þeim hætti um aðrar þjóðir en Íslendinga, að undrun sætir." segir í pistli Steinunnar, sem birtist á heimasíðu hennar steinunnvaldis.is.

Steinunn segist ennfremur ekki vilja í búa í þjóðfélagi sem einkennist af "fordómum og kreddu" heldur vilji hún geta notið þeirra alþjóðlegu áhrifa sem hér á landi gætir. Endar hún síðan pistil sinn á því að segja þá Magnús og Jón "...auka á fordóma, illvilja og öfund..." í samfélaginu í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×