Innlent

Veðrið setti strik í reikning Samfylkingarinnar

Fyrstu tölur áttu að berast klukkan sex í kvöld en ákveðið hefur verið að talning hefjist klukkan tvö á morgun.
Fyrstu tölur áttu að berast klukkan sex í kvöld en ákveðið hefur verið að talning hefjist klukkan tvö á morgun. MYND/Samfylkingin

Talning á atkvæðum úr prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefst klukkan tvö á morgun þar sem öll kjörgögn skiluðu sér ekki í hús í kvöld vegna veðurs. Kjörgögnin sem um ræðir eru atkvæði úr prófkjöri flokksins í Vestmannaeyjum.

Ekkert hefur verið flogið á milli lands og Vestmannaeyja í dag vegna veðurs og komst Herjólfur ekki heldur á milli. Talning fer fram á Selfossi og kusu um 5000 manns í prófkjörinu, sem fór fram á laugardaginn var. Búist er við fyrstu tölum klukkan rúmlega sex annað kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×