Innlent

Meirihlutaviðræður halda áfram í dag

Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð. Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um myndun nýs meirihluta á Akureyri verður fram haldið í dag, eftir að viðræður Samfylkingar, Lista fólksins og Vinstri grænna báru ekki árangur í gær. Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna halda áfram meirihlutaviðræðum í Árborg í dag, en fyrir kosningarnar voru Framsóknarmenn og Samfylking í meirihluta þar. Og Samfylkingin, Framsóknarmenn og Vinstri grænir ræða nú meirihlutasamstarf í Mosfellsbæ eftir að Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn þar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×