Innlent

Sjálftæðismenn og Frjálslyndir funda á Akranesi í dag

Frá Akranesi
Frá Akranesi Mynd/EÍJ

Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn funda í dag um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna. Þeir ætli að ræða aftur við Frjálslynda flokkinn í dag og vonast hann til að einhver mynd geti farið að koma á nýja meirihluta síðar í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×