Innlent

Nýr bæjarstjóri á Hornafirði

Mynd/Vísir

Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra í sveitafélaginu Hornafirði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að það hafi verið samdóma álit nýs meirihluta framsóknarmanna og Samfylkingar að ráða Hjalta í starfið. Hann hefur undanfarið verið aðstoðarbæjarstjóri samhliða því að vera forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Hjalti mun hefja störf um leið og nýr meirihluti tekur við um miðjan júní. Hann verður líklega yngsti bæjarstjóri landsins en hann er 28 ára að aldri.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×