Facebook

Fréttamynd

Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook

Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara

Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá.

Erlent
Fréttamynd

Facebook sagt rúið öllu trausti

Valdafólk bálreitt eftir að NYT greindi frá því að Facebook hefði látið skrifa falsfréttir sem tengdu gagnrýnendur miðilsins við eitt helsta skotmark öfgaíhaldsmanna. Zuckerberg segist ekki hafa vitað af ráðningunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Facebook enn og aftur á hælunum

Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.

Erlent
Fréttamynd

Áfram í fangelsi vegna Facebook-ummæla

Aðgerðasinninn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og fræðimaðurinn Stella Nyanzi hefur verið í fangelsi síðan í síðasta mánuði eftir að hún var ákærð í fyrra fyrir að hafa kallað Yoweri Museveni forseta "rasshaus“ á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Vafasamt að spjalla um hvað sem er

Ekki er hægt að tryggja að enginn komist í skilaboðin sem þú hefur sent í gegnum Facebook. Flestir nota sömu lykilorð alls staðar og þeim lykilorðum er síendurtekið lekið. Blaðamaður var örfáar mínútur að finna síðu þar sem hægt var að kaupa aðgang að stolnum lykilorðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra

Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins.

Erlent