Innlent

Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eldri spjallþræðir skjóta upp kollinum í hrönnum eins og þeir séu nýir.
Eldri spjallþræðir skjóta upp kollinum í hrönnum eins og þeir séu nýir. Nordicphotos/Getty
Eitthvað skrítið virðist vera á seyði hjá samskiptaforritinu Facebook en í kvöld barst fréttastofu ábendingar frá furðu lostnum notendum. Eldri spjallþræðir skjóta upp kollinum í hrönnum eins og þeir séu nýir.

Þeir sem hafa lent í skringilegheitunum lýsa því hvernig ótal spjallgluggar, um 30-40 talsins, birtast skyndilega eins og Facebook-vinir þeirra hafi sent ný skilaboð til viðtakanda en það skrítna er að engin ný skilaboð eru að finna í spjallgluggunum.

„Þetta færist bara í aukana,“ sagði einn Facebook-notandi í samtali við fréttastofu.

Vísir hefur ekki fengið neinar upplýsingar um slík „spjallþráðaflóð“ í snjallsímum.

Ekki er hægt að slá því föstu að um netóværu sé að ræða því undanfarið hefur ýmislegt skrítið gerst á Facebook. Samskiptamiðillinn hrundi um daginn auk þess sem tilkynningar hafa ekki borist sem skyldi hjá öllum notendum.


Tengdar fréttir

Facebook stríðir notendum

Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag

Sjáðu hve mikið þú notar Facebook

Margir kannast við að vera fullmikið á netinu. Til dæmis er hægt að verja óhemjutíma á Facebook og týna sér þannig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×