Sveinbjörg Birna ósátt við skýrslu um fátækt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Í skýrslu Rauða krossins kemur fram að staða Breiðholtsins hafi breyst til batnaðar að undanförnu en Sveinbjörgu finnst of dökk mynd dregin upp. vísir/eyþór „Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Sjá meira
„Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41
Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00