Sveinbjörg Birna ósátt við skýrslu um fátækt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Í skýrslu Rauða krossins kemur fram að staða Breiðholtsins hafi breyst til batnaðar að undanförnu en Sveinbjörgu finnst of dökk mynd dregin upp. vísir/eyþór „Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41
Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00