Sveinbjörg Birna ósátt við skýrslu um fátækt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Í skýrslu Rauða krossins kemur fram að staða Breiðholtsins hafi breyst til batnaðar að undanförnu en Sveinbjörgu finnst of dökk mynd dregin upp. vísir/eyþór „Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
„Mér finnst skýrslan ekki vera nægjanlega vel unnin,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, um nýja skýrslu Rauða krossins. Í skýrslunni, sem ber titilinn Fólkið í skugganum, er fjallað um fátækt í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkurborgar bókaði á fundi sínum á fimmtudag að setja þyrfti í sérstakan forgang aðgerðir til að stemma stigu við fátækt barna í borginni. Einnig að leita þurfi allra leiða til að bæta aðbúnað og kjör þeirra tekjulægstu, svo sem með lækkun gjalda, fjölgun úrræða og betri kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði. Sveinbjörg Birna átti aðild að bókuninni en lagði jafnframt fram aðra bókun þar sem hún gagnrýnir skýrsluna. „Ég er eini borgarfulltrúinn sem býr í Breiðholtinu. Ég bý í Bakkaselinu og ég veit að þessi skýrsla kemur mjög illa við marga,“ segir hún.Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVísir/valliSveinbjörg Birna gerir athugasemd við að í skýrslunni séu ekki skoðuð önnur hverfi en Breiðholt. „Þó svo að við vitum að það er mikið af félagslegum vandamálum í öðrum hverfum. Þau hafa verið að aukast að einhverju leyti. Alla vega í ákveðnum hverfum þar sem blöndunin er meiri,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að fólk sem býr í Breiðholti upplifi sig almennt ekki fátækt eða í skugganum. „Ég vil ekki taka þátt í því að vera að aumingjavæða eitt hverfið,“ segir Sveinbjörg og tekur fram að skýrslan sé gildishlaðin. Hún gerir líka athugasemdir við meðferð heimilda í skýrslunni. „Tilvitnunarskráin er ekki vel unnin. Við hverja er verið að tala?“ spyr hún. Sveinbjörg segir að hún hefði viljað sjá skýrsluna sem vinnugagn og segir það ábyrgðarhluta að birta hana opinberlega. „En auðvitað tekur maður það til sín sem þarna stendur, eins og allt annað. Í öllum hverfum er fátækt í Reykjavík. Þau búa ekki bara í Breiðholtinu,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41
Félagslegar íbúðir dreifist víðar Ekki hefur tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem byggt var í Fellunum á sínum tíma. Stefna ætti að því að dreifa slíkum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholt að mati verkefnisstjóra. 7. nóvember 2016 07:00
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00