Erlent

Skutu þremur eldflaugum út á Japanshaf

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá eldflaugaskoti Norður-Kóreu í síðasta mánuði.
Frá eldflaugaskoti Norður-Kóreu í síðasta mánuði. Vísir/EPA
Þremur eldflaugum var skotið frá Norður-Kóreu í kvöld. Rétt rúm vika er frá því að stjórnvöld þar hótuðu aðgerðum vegna uppsetningar eldflaugavarnarkerfis í Suður-Kóreu. Herinn í suðri sendi frá sér tilkynningu þar sem segir að flaugarnar hafi flugið 500 til 600 kílómetra áður en þeir hröpuðu í Japanshaf.

Sú vegalengd dugar til þess að skjóta á alla hluta Suður-Kóreu.

Spenna á svæðinu hefur verið mikil undanfarna mánuði eða frá því að Norður-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju í fjórða sinna í janúar. Síðan þá hafa þeir margsinnis gert tilraunir með eldflaugar. Fyrr í mánuðinum tilkynntu yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu að svokölluðu THAAD-kerfi yrði komið fyrir til að sporna gegn mögulegum kjarnorkumætti Norður-Kóreu. Kínverjar hafa einnig gagnrýnt uppsetningu kerfisins.


Tengdar fréttir

Gætu fljótlega framleitt plútóníum

Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×