Innlent

Skopmynd Morgunblaðsins afar umdeild

Birgir Olgeirsson skrifar
Skopmynd Helga Sig sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Skopmynd Helga Sig sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Facebook/Páll Valur
Það hafa verið fjörugar umræður um Morgunblaðið á samfélagsmiðlum í dag þar sem fólk hefur tekist á um efnistök blaðsins sem varða straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið.  Hefur skopmynd Morgunblaðsins farið fyrir brjóstið á mörgum en þar má sjá skip frá Sýrlandi sökkva í blóðrautt haf yfir undirskriftinni: Helferðartúrismi ákallar hin blæðandi hjörtu.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir á bloggi sínu þessa skopmynd vera þá brjálæðislegustu sem hann hefur séð í fjölmiðli. Egill bendir á að Staksteinagreinin til hliðar við skopmyndina sé í raun í alveg sama tóni en þar er vitnað í bloggarann Pál Vilhjálmsson. Hann segir örvæntingu vinstriflokka ekki láta að sér hæða í samhengi við þann hjálparvilja sem hefur birst á Facebook-síðunni Kæra Eygló.

„Látum vera þótt pólitískir lukkuriddarar á vinstri væng stjórnmálanna komið með tillögur um að Ísland taki við fimm þúsund flóttamönnum,“ skrifar Páll sem segir kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og þá sem tala máli ríkisstjórnarinnar eiga betra skilið en að stjórnarliðar hoppi á poppúlistavagn vinstrimanna.

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tjáir sig um þessa umfjöllun Morgunblaðsins og spyr hvernig hægt sé að hlæja að fólki neyð og vísar þar til skopmyndarinnar.

Dosíðan í Mogga dagsins. Ég er barinn með páli, sem er alltaf eins og soldið dauft andlitsnudd, og kollegi vor Helgi Sig...

Posted by Hallgrímur Helgason on Tuesday, September 1, 2015


Illugi Jökulsson ákallar almættið þegar talið berst að þessari umfjöllun Morgunblaðsins og spyr hvort engin takmörk séu fyrir lágkúrunni.

Drottinn minn dýri! Eru ENGIN takmörk fyrir lágkúru Morgunblaðsins um þessar mundir? Halló, sægreifar og greifynjur! Eruð þið stolt af þessum subbuskap?

Posted by Illugi Jökulsson on Tuesday, September 1, 2015
Ummæli sem Kristinn Hrafnsson og Katrín Júlíusdóttir létu falla um skopmyndina á Facebook-síðu lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar.Facebook.


Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, segist hafa verulegar áhyggjur af fólki sem sér skop í þessari teikningu og undir það tekur Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: „Ljótt. Bara fólk sem er verulega aftengt veruleikanum sér skop í þessu.“

Annar þingmaður, Páll Valur Björnsson hjá Bjartri framtíð, segir þessa skopmynd Morgunblaðinu og eigendum þess til ævarandi skammar.

Hversu lágt er hægt að leggjast í sorpblaðamennsku ég tel að neðar sé ekki hægt að fara. Þessi mynd sem á að kallast...

Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, September 1, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×