Erlent

Segjast hafa fellt 151 Talíbana við landamæri Pakistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Átökin í Kunar héraði hafa harnað síðan Bandaríkin og bandamenn þeirra dróu hermenn sína þaðan fyrir fjórum mánuðum.
Átökin í Kunar héraði hafa harnað síðan Bandaríkin og bandamenn þeirra dróu hermenn sína þaðan fyrir fjórum mánuðum. Vísir/AFP
Í það minnsta 151 vígamaður Talíbana hefur verið felldur af stjórnarhernum í Afganistan á síðustu tólf dögum. Mikið hefur verið barist í austurhluta landsins við landamæri Pakistan. Hershöfðinginn Abdul Habib Sayedkhaili segir að minnst hundrað vígamenn hafi særst í bardögunum.

Samkvæmt Ap fréttaveitunni sagði hershöfðinginn einnig að hópur Talíbana í Pakistan hefði einnig tekið þátt í bardögunum. „Það að sautján erlendir vígamenn hafi verið felldir sannar að útlendingar standa við bakið á vígamönnum á svæðinu. Þar sem héraðið er svo nálægt landamærunum við Pakistan er auðvelt fyrir þá koma vígamönnum hér til hjálpar;“ sagði Sauedkhaili.

Talið er að leiðtogar Talíbana í Afganistan haldi til í Pakistan og hafa stjórnvöld í Kabúl sakað Pakistan um um að herja ekki gegn þeim.

Talíbanar neita að hafa misst svo marga menn, en gáfu þó ekki upp neinar tölur.

Hermálayfirvöld í Afganistan og Pakistan hafa rætt um hvernig þeir geti barist í sameiningu við Talíbana á landamærunum og funduðu hershöfðingjar ríkjanna í höfuðborg Pakistan í dag. Pakistanar biðluðu til Afganistan um að taka saman höndum eftir að Talíbanar gerðu árás á skóla í Pakistan og myrtu rúmlega 140 manns, þar af mest börn.


Tengdar fréttir

Þetta eru mennirnir sem myrtu 132 börn

Myndirnar fylgdu tilkynningu sem sagði ódæðið í Peshawar réttlætanlegt þar sem her Pakistan hafi drepið konur þeirra og börn um árabil.

Drápu hátt á annað hundrað skólabarna

Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim.

Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan

Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir.

Harmur í Pakistan

Sorg og reiði í Pakistan vegna fjöldamorðanna á þriðjudag. Talibanar segja árásina hafa verið réttlætanlega hefnd fyrir árásir pakistanska hersins undanfarin misseri.

Hafa fellt 67 vígamenn

Í kjölfar árásarinnar í Peshawar, sem 132 börn dóu í, heyrðust hávær köll á hefnd og síðan þá hefur herinn gert loftárásir og sent hermenn gegn Talíbönum við landamæri Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×