Segir afdrif tillögunar ekki snautleg fyrir sig Bjarki Ármannsson skrifar 11. maí 2014 13:15 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi í dag. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að auðvitað hefði hann viljað klára þingsályktunartillögu sína um viðræðuslit við Evrópusambandið á þessu þingi. Hún hafi samt sem áður skýrt umræðuna um mögulega aðild Íslands mjög mikið og að afdrif hennar hafi alls ekki verið snautleg fyrir sig. Þetta kemur fram í viðtali Sigurjóns M. Egilsonar við Gunnar Braga í Sprengisandi í dag. Gunnar segir margt hafa breyst innan Framsóknarflokksins síðan á flokksþingi árið 2009. Þar samþykkti flokkurinn að við aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði gerður sáttmáli við Evrópska seðlabankann um að tryggja efnahagsstöðu Íslands þar til evran væri tekin upp. „Það hefur margt breyst síðan,“ viðurkennir Gunnar. “En við samþykktum einnig á sínum tíma að ef það yrði farið í viðræður þá yrði það gert með ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt, við gátum ekki stutt það. Og ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum menn fóru ekki fyrst og létu reyna á til dæmis sjávarútveg eða landbúnað, fjármagnsflutninga og svo framvegis.” Hann segir ekkert í samningaviðræðum Íslands og ESB hafa varið komið lengra á leið en hann hélt þegar hann tók við embætti. „Það sem kemur á óvart er hversu lítið er búið að gerast,” segir Gunnar. „Það er búið að eyða þessum langa tíma í viðræður, ég ætla að leyfa mér að segja, nánast eingöngu um kafla sem snúa að EES-samningnum og einhverju slíku. Það eru í sjálfu sér ekki búið að fara fram neinar efnislegar samningaviðræður í þessu máli.” Hann tekur ekki undir það að afdrif þingsályktunartillögu sinnar um að slíta viðræðum við ESB hafi verið snautleg fyrir sig. „Alls ekki. Það sem tillagan hefur gert er að skýra umræðuna mjög mikið. Auðvitað hefði ég viljað klára tillöguna með einhverjum hætti. Og það er náttúrulega slæmt með stjórnarflokkana, sem eru með 38 þingmenn, að geta ekki klárað stjórnartillögu sem fór í gegnum ríkisstjórn. Það er vitanlega umhugsunarefni, ég skal alveg viðurkenna það.” Hinsvegar breyti það því ekki að tillagan er í línu við stefnu núverandi ríkisstjórnar. „Málið var þegar lagt til hliðar og það var í sjálfu sér ekkert eftir nema að segja við Evrópusambandið: Þessi ríkisstjórn lítur svo á að viðræðum sé lokið. Og það að fá samþykki þingsins er í raun ekkert nema formsatriði. “ Hann segir það merkilegt hve litla umfjöllun annar hluti tillögunnar, að styrkja skuli samband Íslands við Evrópusambandið með öðrum leiðum og að viðræður hefjist ekki á ný nema almenningur fái að kjósa um það, hafi fengið. „Ég er tilbúinn að flytja tillöguna aftur á næsta þingi, eða aðra tillögu, ef að það er samþykkt ríkisstjórnarinnar eða stjórnarflokkanna að gera það.” Hlusta má á viðtal Sigurjóns við Gunnar Braga hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Undirskriftarsöfnun lýkur á sunnudaginn Þá hefur söfnun Já Ísland gegn viðræðuslitum við Evrópusambandið staðið yfir í 63 daga. 23. apríl 2014 09:07 ESB tillagan dormar í utanríkismálanefnd Tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við það að sofna í utanríkismálanefnd. Örlög tillögunnar ráða miklu um hvernig samið verðu um lok þingstarfa. 2. maí 2014 19:12 Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í ESB málinu Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að ná breiðri samstöðu um ESB málið. Ríkisstjórnin hafi farið of hratt í málinu. 12. apríl 2014 19:30 Þingsályktunartillagan hefði mátt bíða Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. 25. mars 2014 12:00 ESB slitatillagan þvælist fyrir þinglokum Stjórnarandstaðan er einhuga um að ekki verði samið um þinglok nema samkomulag takist um afdrif ESB-slitatillögunnar. Þingflokksformaður Framsóknar telur best að málið verði unnið áfram í sumar innan utanríkismálanefndar. 8. maí 2014 11:00 Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga Einstaklingar, hagsmunasamtök og félagasamtök hafa sent inn athugasemdir við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Minnt er á loforð og krónan sögð gengin sér til húðar. 29. mars 2014 07:00 Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hlusti á þjóðina varðandi ESB Eygló Harðardóttir tekur undir með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að ESB málið hafi farið of hratt fram. Mikilvægt sé að hlustað sé eftir vilja þjóðarinnar. 13. apríl 2014 14:00 Telja ólíklegt að þingsályktun um slit verði afgreidd Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. 3. maí 2014 13:57 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að auðvitað hefði hann viljað klára þingsályktunartillögu sína um viðræðuslit við Evrópusambandið á þessu þingi. Hún hafi samt sem áður skýrt umræðuna um mögulega aðild Íslands mjög mikið og að afdrif hennar hafi alls ekki verið snautleg fyrir sig. Þetta kemur fram í viðtali Sigurjóns M. Egilsonar við Gunnar Braga í Sprengisandi í dag. Gunnar segir margt hafa breyst innan Framsóknarflokksins síðan á flokksþingi árið 2009. Þar samþykkti flokkurinn að við aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði gerður sáttmáli við Evrópska seðlabankann um að tryggja efnahagsstöðu Íslands þar til evran væri tekin upp. „Það hefur margt breyst síðan,“ viðurkennir Gunnar. “En við samþykktum einnig á sínum tíma að ef það yrði farið í viðræður þá yrði það gert með ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt, við gátum ekki stutt það. Og ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum menn fóru ekki fyrst og létu reyna á til dæmis sjávarútveg eða landbúnað, fjármagnsflutninga og svo framvegis.” Hann segir ekkert í samningaviðræðum Íslands og ESB hafa varið komið lengra á leið en hann hélt þegar hann tók við embætti. „Það sem kemur á óvart er hversu lítið er búið að gerast,” segir Gunnar. „Það er búið að eyða þessum langa tíma í viðræður, ég ætla að leyfa mér að segja, nánast eingöngu um kafla sem snúa að EES-samningnum og einhverju slíku. Það eru í sjálfu sér ekki búið að fara fram neinar efnislegar samningaviðræður í þessu máli.” Hann tekur ekki undir það að afdrif þingsályktunartillögu sinnar um að slíta viðræðum við ESB hafi verið snautleg fyrir sig. „Alls ekki. Það sem tillagan hefur gert er að skýra umræðuna mjög mikið. Auðvitað hefði ég viljað klára tillöguna með einhverjum hætti. Og það er náttúrulega slæmt með stjórnarflokkana, sem eru með 38 þingmenn, að geta ekki klárað stjórnartillögu sem fór í gegnum ríkisstjórn. Það er vitanlega umhugsunarefni, ég skal alveg viðurkenna það.” Hinsvegar breyti það því ekki að tillagan er í línu við stefnu núverandi ríkisstjórnar. „Málið var þegar lagt til hliðar og það var í sjálfu sér ekkert eftir nema að segja við Evrópusambandið: Þessi ríkisstjórn lítur svo á að viðræðum sé lokið. Og það að fá samþykki þingsins er í raun ekkert nema formsatriði. “ Hann segir það merkilegt hve litla umfjöllun annar hluti tillögunnar, að styrkja skuli samband Íslands við Evrópusambandið með öðrum leiðum og að viðræður hefjist ekki á ný nema almenningur fái að kjósa um það, hafi fengið. „Ég er tilbúinn að flytja tillöguna aftur á næsta þingi, eða aðra tillögu, ef að það er samþykkt ríkisstjórnarinnar eða stjórnarflokkanna að gera það.” Hlusta má á viðtal Sigurjóns við Gunnar Braga hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Undirskriftarsöfnun lýkur á sunnudaginn Þá hefur söfnun Já Ísland gegn viðræðuslitum við Evrópusambandið staðið yfir í 63 daga. 23. apríl 2014 09:07 ESB tillagan dormar í utanríkismálanefnd Tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við það að sofna í utanríkismálanefnd. Örlög tillögunnar ráða miklu um hvernig samið verðu um lok þingstarfa. 2. maí 2014 19:12 Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í ESB málinu Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að ná breiðri samstöðu um ESB málið. Ríkisstjórnin hafi farið of hratt í málinu. 12. apríl 2014 19:30 Þingsályktunartillagan hefði mátt bíða Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. 25. mars 2014 12:00 ESB slitatillagan þvælist fyrir þinglokum Stjórnarandstaðan er einhuga um að ekki verði samið um þinglok nema samkomulag takist um afdrif ESB-slitatillögunnar. Þingflokksformaður Framsóknar telur best að málið verði unnið áfram í sumar innan utanríkismálanefndar. 8. maí 2014 11:00 Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga Einstaklingar, hagsmunasamtök og félagasamtök hafa sent inn athugasemdir við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Minnt er á loforð og krónan sögð gengin sér til húðar. 29. mars 2014 07:00 Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hlusti á þjóðina varðandi ESB Eygló Harðardóttir tekur undir með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að ESB málið hafi farið of hratt fram. Mikilvægt sé að hlustað sé eftir vilja þjóðarinnar. 13. apríl 2014 14:00 Telja ólíklegt að þingsályktun um slit verði afgreidd Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. 3. maí 2014 13:57 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Undirskriftarsöfnun lýkur á sunnudaginn Þá hefur söfnun Já Ísland gegn viðræðuslitum við Evrópusambandið staðið yfir í 63 daga. 23. apríl 2014 09:07
ESB tillagan dormar í utanríkismálanefnd Tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við það að sofna í utanríkismálanefnd. Örlög tillögunnar ráða miklu um hvernig samið verðu um lok þingstarfa. 2. maí 2014 19:12
Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í ESB málinu Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að ná breiðri samstöðu um ESB málið. Ríkisstjórnin hafi farið of hratt í málinu. 12. apríl 2014 19:30
Þingsályktunartillagan hefði mátt bíða Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. 25. mars 2014 12:00
ESB slitatillagan þvælist fyrir þinglokum Stjórnarandstaðan er einhuga um að ekki verði samið um þinglok nema samkomulag takist um afdrif ESB-slitatillögunnar. Þingflokksformaður Framsóknar telur best að málið verði unnið áfram í sumar innan utanríkismálanefndar. 8. maí 2014 11:00
Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga Einstaklingar, hagsmunasamtök og félagasamtök hafa sent inn athugasemdir við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Minnt er á loforð og krónan sögð gengin sér til húðar. 29. mars 2014 07:00
Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hlusti á þjóðina varðandi ESB Eygló Harðardóttir tekur undir með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að ESB málið hafi farið of hratt fram. Mikilvægt sé að hlustað sé eftir vilja þjóðarinnar. 13. apríl 2014 14:00
Telja ólíklegt að þingsályktun um slit verði afgreidd Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. 3. maí 2014 13:57