Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs 14. mars 2011 11:10 Baldur Guðlaungsson og verjandi hans, Karl Axelsson. Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. Björn flytur nú mál sitt að loknum vitnaleiðslum í aðalmeðferð í máli Baldurs sem ákærður er fyrir innherjasvik. Björn fjallaði um skilgreiningar á innherja og sagði engan vafa leika á að Baldur hafi í raun verið slíkur. Baldur sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, ásamt fulltrúum Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, forsætisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins. Hluti af málflutningi saksóknara byggir á að á fundum samráðshópsins hafi Baldur komist yfir trúnaðarupplýsingar sem sannarlega skuli skilgreina sem innherjaupplýsingar. Hann segir ennfremur að líklegt sé að allir upplýstir og skynsamir fjárfestar sem byggju yfir sömu upplýsingum og Baldur gerði á þessum tíma, myndu sannarlega selja hlutabréf sín í Landsbankanum þar sem lá fyrir, samkvæmt þeim trúnaðarupplýsingum sem Baldur bjó yfir, að bankinn væri í vandræðum. Hefðu upplýsingarnar legið fyrir hinum almenna borgara hefði það líklega leitt til fjöldaúttekta úr bankanum sem hefði án vafa leitt til lækkunar á hlutabréfum í bankanum og hefði haft neikvæð á hrif á lausafjárstöðu bankans. Þá liggur einnig fyrir að Baldur sat fund með bankastjórum Landsbankans í ágústmánuði 2008 þar sem erfiðleikar bankans til að koma til móts við kröfur breska fjármálaeftirlitsins voru ræddir. Þegar Björn hefur lokið máli sínu tekur við málflutningur Karls Axelssonar, verjanda Baldurs. Tengdar fréttir Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04 Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008. 2. mars 2011 13:57 Sigurjón segist hafa rætt erfiðleika bankans á fundi með Baldri Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, staðfestir að hafa rætt um erfiðleika bankans á fundi um miðjan ágúst 2008, þar sem meðal annarra var staddur Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. 4. mars 2011 12:38 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. Björn flytur nú mál sitt að loknum vitnaleiðslum í aðalmeðferð í máli Baldurs sem ákærður er fyrir innherjasvik. Björn fjallaði um skilgreiningar á innherja og sagði engan vafa leika á að Baldur hafi í raun verið slíkur. Baldur sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, ásamt fulltrúum Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, forsætisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins. Hluti af málflutningi saksóknara byggir á að á fundum samráðshópsins hafi Baldur komist yfir trúnaðarupplýsingar sem sannarlega skuli skilgreina sem innherjaupplýsingar. Hann segir ennfremur að líklegt sé að allir upplýstir og skynsamir fjárfestar sem byggju yfir sömu upplýsingum og Baldur gerði á þessum tíma, myndu sannarlega selja hlutabréf sín í Landsbankanum þar sem lá fyrir, samkvæmt þeim trúnaðarupplýsingum sem Baldur bjó yfir, að bankinn væri í vandræðum. Hefðu upplýsingarnar legið fyrir hinum almenna borgara hefði það líklega leitt til fjöldaúttekta úr bankanum sem hefði án vafa leitt til lækkunar á hlutabréfum í bankanum og hefði haft neikvæð á hrif á lausafjárstöðu bankans. Þá liggur einnig fyrir að Baldur sat fund með bankastjórum Landsbankans í ágústmánuði 2008 þar sem erfiðleikar bankans til að koma til móts við kröfur breska fjármálaeftirlitsins voru ræddir. Þegar Björn hefur lokið máli sínu tekur við málflutningur Karls Axelssonar, verjanda Baldurs.
Tengdar fréttir Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04 Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008. 2. mars 2011 13:57 Sigurjón segist hafa rætt erfiðleika bankans á fundi með Baldri Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, staðfestir að hafa rætt um erfiðleika bankans á fundi um miðjan ágúst 2008, þar sem meðal annarra var staddur Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. 4. mars 2011 12:38 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04
Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35
Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008. 2. mars 2011 13:57
Sigurjón segist hafa rætt erfiðleika bankans á fundi með Baldri Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, staðfestir að hafa rætt um erfiðleika bankans á fundi um miðjan ágúst 2008, þar sem meðal annarra var staddur Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. 4. mars 2011 12:38
Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30
Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20
Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57
Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03
Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51
Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26