Viðskipti innlent

Ríkið kom betur undan endurreisn bankanna en á horfðist

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Íslenska ríkið kom betur út úr endurreisn bankakerfisins en áhorfðist í fyrstu þegar nýju bankarnir voru stofnaðir. Ekkert er hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar, segir lögmaður sem kom að endurreisn bankakerfisins fyrir stjórnvöld.

Það er erfitt fyrir venjulegt fólk að glöggva sig á því hvað er satt og rétt í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar fyrrverandi eiganda BM Vallár um mistök síðustu ríkisstjórnar við endurreisn bankakerfisins. Ekki sít fær þær sakir að ásakanirnar snúast um það sem ríkisstjórnin „hefði átt“ að gera en gerði ekki. Hann telur að mikil mistök hafi verið gerð við ákvörðun verðs fyrir lánasöfn sem flutt voru yfir frá föllnu bönkunum yfir til nýju bankanna árið 2009. 

V
íglundur heldur því fram í greinargerð sinni til alþingismanna aðbráðabirgðaáætlun Fjármálaeftirlitsins (FME) frá október 2008 hafi verið hinn endanlegi úrskurður um verðmæti þeirra eigna sem færðar voru yfir í nýju bankana. Gögn FME frá þeim tíma sýna reyndar að svo var alls ekki, sbr. tilkynningar FME á vef sínum frá haustinu 2008. 

Ver
ðbilið sem var ákvarðað á eignum sem fórum nýju bankana var um 350 milljarðar króna. Ákveðið var að notast við neðri mörk þessa verðbils þegar endurgjald til gömlu bankana var ákvarðað. 

„Hinn valkusturinn hefði verið sá að reyna að þvinga einhvers konar mati upp á þessar eignir. Við vitum ekkert hvernig það hefði verið. Við gætum ímyndað okkur að það gæti verið millitala þarna í þessu 350 milljarað verðbili og þá hefðu auðvitað skuldbindingar nýju bankana við gömlu bankana orðið hærri,“ segir Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður en hann kom að samningum við slitabú föllnu bankanna sumarið 2009. 

Lakari valkostur að láta ríkið halda á bönkunum

Jóhannes Karl segir að það hefði verið lakari valkostur að láta ríkið halda á bönkunum og gefa út skuldabréf gagnvart slitabúunum. Það hefðí raun gengið gegn hagsmunum ríkisins. Hann segir að íslenska ríkið sé að koma mun betur úúþessari endurreisn en á horfðist í fyrstu.

„Það töpuðu allir á bankahruninu en ef einhver kom þokkalega út úr endurreisninni af hagsmunaaðilum þá finnst manni ríkið hafa komið þokkalega út úr því. Það lagði út á sínum tíma hlutafé í Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann og það er hefur fengið allt til baka sem það lagði í Íslandsbanka og Arion og heldur núna á eignarhlutnum í Landsbankanum sem hefur gefið góðan arð fyrir ríkið. Þannig að ríkið í sjálfu sér, í þessum einangraða hluta bankakerfisins, kemur ágætlega út,“ segir Jóhannes Karl.

Rökstyður ekki brotin

Ásakanir um lögbrot sem koma fram í gögnum Víglundar hafa allar verið hraktar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði sjálfur í viðtali að hann gæti ekki séð í hverju meint lögbrot væru fólgin. Þá gerir Víglundur fátæklegar tilraunir til að rökstyðja í hverju lögbrotin fólust með heimfærslu til tiltekinna lagaákvæða. 

Í minnisblaði hans koma fram ásakanir um að stjórnsýslulögin, lög um fjármálafyrirtæki og lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi hafi verið brotin en í blaðinu er takmarkaður eða enginn rökstuðningur fyrir því í hverju brot á þessum lögum fólust.





Tengdar fréttir

Þungar ásakanir gegn Steingrími

Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi.

Lán færð yfir með miklum afslætti en engin skýr svör gefin

Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal gagna sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent Alþingi, sýna svart á hvítu að lánasöfn bankanna voru færð yfir í nýju bankana með miklum afslætti sem í sumum tilvikum nam upp undir 50 prósentum.

Sigmundur Davíð og heita kartaflan

Víglundur Þorsteinsson henti heitri kartöflu á loft. Án hiks greip Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kartöfluna og heldur enn á henni. Samflokksfólki forsætisráðherrans fannst mikið til koma og hefur lofað hann og prísað allar götur síðan. Ekkert annað pólitískt klapp heyrist. Sigmundur Davíð virðist einn með heitu kartöfluna og engan annan virðist langa til að halda á kartöflunni.

Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum

Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson aflaði. Hann segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×